þriðjudagur, mars 14

Afsakið skrifleysið

Ég verð að afsaka mig. Ég veit að fólk skoðar þennan blogg aftur og aftur og nú þegar skrifin hafa minnkað er fólk meira og meira að segja mér hversu góðar gömlu færslurnar voru. Það, útaf fyrir sig, er fáranlega rétt en örvæntið ekki. Ég, Bergieman, er ekki að fara neitt. Það hefur bara verið svo mikið að gera hjá mér að ég næ ekki að láta enda ná saman. Ég sit bara á kvöldin og hugsa, hvernig, hversvegna og hvert?

Hvernig á ég að mæta í skólann, mæta í öll þessi próf, skila öllum þessum verkefnum og samt ná að hugsa?

Hversvegna er ég að virða þennan skóla, hann er búinn að gera mér lífið leitt í 4 ár. Ef ég væri ekki svona fáranlega FABULON bekk þá myndi ég líklega bara vera búinn að skipta yfir í listnámsbraut eða eitthvað þannig. Ég nenni engu svona raungreinablaðri. Ég vil þroska sköpunarhæfleika mína sem legið hafa í dvala í öll þessi ár. Ég hef reynt að teikna og mála og skrifa niður hugmyndir en sjaldan næ ég að gera það sem ég vil. Það er vegna þess að í 4 ár hef ég verið að læra fyrir próf. Ef eitthvað er mannskemmandi og persónuleikaeyðandi, er það skólinn.

Hvert erum við öll að fara. Hvert liggja vegir heimskunnar, hvert liggja vegir glötunar. Erum við öll á leið niður þann veg? Eða er skólasókn og einkunnir okkar leið til að bjarga sem flestum? Fær maður starf og pening fyrir að vera gáfaður? Lærður? Andfélagslegur? Er ekki bara málið að gera það sem kemur manni næst hjarta, listin í mínu tilfelli.

Ég veit að ég verð aldrei góður málari, teiknari eða annað slíkt. En mín stefna er meira í ljósmyndun, kvikmyndun og ýmiskonar hönnun sem tengist því. Er það málið eða ætti ég að fara í áframhaldandi geldingu í boði Raungreinadeildar Háskóla Íslands?

Hvað sem því líður ætla ég að láta örlögin ráða...

Hvað ætlið þið að gera kæru vinir?