laugardagur, desember 17

Recover

Væri það ekki yndislegt ef maður væri með svona recovery task button í hausnum á sér. Spólað til baka um svona 2 vikur og skolað út öllu sem inní líkaman hefur komið?

Ég hef nefnilega verið með Kossasótt síðustu vikur, kossasótt. Sumir kalla þetta Einkirningasótt eða Epstein-Barr vírus. En ég kalla þetta helvíti. Þessi vírus fer nefnilega illa með sumt fólk, sumir sleppa vel, en ekki ég. Kossasótt er líka helvíti ljótt nafn því ég hef engan kysst síðustu mánuði. Ég gerði mér auvðitað ekki grein fyrir kynlífsleysi mínu fyrr en ég pældi í nafninu á sjúkdómnum og það gerði illt verra.

Ef að líkaminn gæti bara restartað sér, þá væri ég í supermálum. Ég missti af öllum prófunum og núna í dag er ég rétt svo að ná mér, en þó svimar mig og ég er með dúndrandi hausverk allan daginn.

Síðan sá ég líka auglýsingu í blaðinu fyrir tölvulistann. Ég er alltaf spenntur þegar þeir koma með tilboð en akkurat núna var mér ofboðið. Efst á auglýsingabæklingnum var auglýsing fyrir vírusvörn og vírushreinsanir. Þar stóð með stórum stöfum, ÞÚ VILT EKKI FÁ VÍRUS SVONA RÉTT FYRIR JÓL!!!

Fokkheads.!.!.!.! Eins og Mayarnir sögðu 3000 fyrir krist: May they all go to hell and back with an austrian dildo up their asses.

En
gleðifréttirnar eru að ég er að lagast.

Súper.

föstudagur, desember 9

Góðan dag

Í dag vaknaði ég með hausverk, magaverk, verk í hálsinum og í sálinni. En ég læt það ekki hafa áhrif á mig og held áfram. Í dag ætla ég að læra með strákunum heima hjá Stebba.

Ég vaknaði klukkan 5 í nótt og kláraði að skrifa ritgerðina mína um Brian Eno. Hún endaði sem 14 bls meistarastykki :)

Hún er hér

Gangi ykkur vel.

Ég kem með þriðja kaflann úr ástarsögunni í kvöld.

Blexz!

miðvikudagur, desember 7

Nöfn

Ég var rétt í þessu að detta inná blogg hjá frægustu söngkonu sem ég hef hitt. Og ég hef hitt Björk. En já, þessi söngfugl vildi endilega meina að vinur hennar Irdna væri besti Irdna í heimi. Þá fékk mig aldeilis til að hugsa. Hvað er málið með nöfn. Afhverju heiti ég Hilmir og síðan er bara einhver allt annar gaur, með allt aðra kennitölu og allt annað typpi sem heitir bara sama fokking nafninu. Nú heiti ég Hilmir Berg, sem er einstakt, en Hilmir gæti verið einstakt líka. Og afhverju er það ekki einstakt???

ERROR!!!






















OG HANN ER MYNDARLEGRI EN ÉG. Það er pain, a hard act to follow.

"Sæll, ég heiti Gunngeldingur (frumlegt) hvað heitir þú?"
"Já, sæll, ég heiti Hilmir!"
"HILMIR SNÆR, LEIKARI? Váááááááá..." *búmm* hausinn springur

IT HAPPENS EVERY FOKKING TIME!!!!!

þriðjudagur, desember 6

Ég er prump

Frá og með deginum í dag er ég prump. Ég er ógeðslegt prump. Allaveganna líður mér þannig. Ég er búinn að vera með einhverja ógeðslega eitlabólgu og hún er búinn að draga allan kraft úr mér með þessari Pensilín þörf sinni. Þetta er líka alveg mjög góður tími til að veikjast svona illa. Því næst síðustu próf í Menntaskólasögu minni voru að byrja í dag og ég gat ekki mætt. Ég er kominn með leið á því að vera lystarlaus, fullur af verkjalyfjum og sýklalyfjum, aleinn heima að reyna að meika að komast yfir allt þetta sem ég missti út bara á nokkrum dögum. Ég hata þegar maður lýtur út fyrir að vera í lagi, þannig er ég. Ef maður þarf að sanna fyrir fólki að manni líði illa, hefur maður gert eitthvað slæmt til að vera ekki traustsins verður.

Prfftff!

Prump!

mánudagur, desember 5

Veikindi

Er búinn að vera sjúklega veikur en er að ná mér. Ég vaknaði Miðvikudagsmorgun með svakalega bólgu í eitlunum undir kjálkabeininu. Ég gat varla opnað munninn fyrir sársauka. Ég nenni ekki að segja alla söguna.

Over and out... ég þarf að læra!