föstudagur, september 22

Vinnan

Ég er hérna í vinnunni á föstudegi. Lífið er gott, hættur að reykja. Sakna þess þó að eitra, en elska lífði án þess.

Annars er bara nóg að gera Jezebel er að fara að spila á Airwaves, Perla er að undirbúa það að fara í stúdió eftir 2 vikur að taka upp singul fyrir útvarp. Perla er líka að plana útgáfu á sinni fyrstu plötu í janúar. Fyrst þarf að semja lögin, en eitthvað verður að hafa fyrir stefnu. :)

Ef einhver svo sem les mig hugsa, óska ég þeim alls hins besta.

Góða helgi!

mánudagur, september 18

Drasl

Ég er að pæla í að búa til geisladisk, sólóalbúm. Diskinn ætla ég að kalla

'Þegar þið þurfið það'

Gerð
disksins er þegar hafin og er ég búinn að semja 3 lög af 8. Þetta verður örugglega ekki einn af þessum sólodiskum sem óvart verða diskur vikunnar hjá RÚV, heldur verður þetta bara gefið út á netinu. Netinu.

Þangað til ég get sett diskinn inná þessa síðu ætla ég að setja inn nöfnin á lögunum, næstu átta daga. Svo verður miðnæturopnun í Skífunni, djók.

'Þegar þið þurfið það'
  1. Andað í gegnum þig
  2. -
  3. -
  4. -
  5. -
  6. -
  7. -
  8. -
Úje, ég get ekki beðið.

Annars
fór ég í bío í gær á fyndnustu mynd allra tíma, Nacho Libre. Ég held ég geri fullyrt að hún sé fyndnari en Dumb&Dumber, en ég þori því varla. Hún er allaveganna skemmtilegri en Napoleon Dynamite en það er einmitt sami maður sem gerði Napoleon og Nacho Libre.
Jack Black, sem að mínu mati var í rosalegri lægð, sýnir í þessari mynd svo rosalegann hæfileika. Hæfileika til að kítla hláturstaugarnar. Handritið og sagan algjör snilld og karakteragerð uppá 10 af 10. Snilld.

Snilllllld.

föstudagur, september 15

Reykingar

Ég ákvað að hætta að reykja eftir tuttugasta afmælisdag minn. Ég gat ekki losnað við þá tilfinningu að 40 ára afmæli mitt gæti ekki orðið að veruleika annars. Þannig ég einfaldlega hætti að reykja og sætti mig við það. Þótt mig langi í sígarettu, fæ ég mér hana ekki. Einfalt. Hér eftir lifir Hilmir heill og sæll og biður fólk vinsamlegast um að reykja einhverstaðar annarsstaðar.

Innskot. Ég er kominn með nýtt geggjað kúl útlit á blogginn. Er þetta ekki feitt?


Ég er búinn að vera að semja svolítið af ljóðum og hef reglulega deilt þeim með ykkur, bloggvinir góðir.

Ég hugsa að ég haldi því áfram.
Haldi áfram að ýta tilfinningum mínum á brúnina og öskra.
Öskra svo hátt í átt að himni að skýin færast til
og mynda orð, setningar og ljóð.

Hugsandi maður er eins og hálf melóna,
ég veit ekki afhverju.
Það er ekki til skýring á öllu en
ég lofaði að skrifa eitthvað um Höllu.

Innskot. Þetta ljóð var bara samið á staðnum. Snillingur.

Toppurinn

Það er nátturulega toppurinn
þegar hann er fullur, koppurinn
og ofan í hann fer sloppurinn.
Sagði rapparinn í kaldhæðni.

Sjáumst kát
kv. Hilmir

miðvikudagur, september 13

20 ár

Í dag var Hilmir Berg Ragnarsson kosinn kynþokkafyllsti maður allra tíma, í öllum alheiminum. Til hamingju. Í öðrum fréttum er það helst að ég var náttúrulega að grínast með kynþokkatitilinn. Í þriðju fréttum er það helst að þótt ég hafi verið að grínast, er ég samt drullu þynþokkafullur, þegar ég vil það. En án alls gríns, haldið áfram að lesa.

Í dag fyrir tuttugu árum gerðist eitthvað eðal, eitthvað yndislegt og jafnvel eitthvað guðlegt. Þá fæddist hún Alice MacKenzie í Huddersfield á Englandi, þeirri miklu stórborg. Hún Alice er frambærileg tenniskona og geggjað gleðilegur frábæringur. Núna er hún 63 kg, soldið feit (tsssss), og var örugglega aðeins léttari þegar hún fæddist. Hún er rétthent og notar tvíhandabakhönd í sínu spili. Alice býr ennþá hjá foreldrum sínum í Huddersfield en sagði í samtali við fréttamann Bergieman að hún quote; "...væri að hugsa um að kaupa sér íbúð nálægt tennisvellinum."
Alice er þekkt sem gæðablóð og hún ætlar ekki að stunda kynlíf fyrr en eftir giftingu. Það þýðir einmitt að þótt hún sé aðeins 20 ára gömul í dag er hún þrígift.

http://www.alicemackenzie.com/bio.shtml

Einnig unnu Cincinnati Reds - Los Angeles Dodgers, 3-0, á Dodger Stadium.

....og já ég fæddist.

Bless.

þriðjudagur, september 12

Komdu með mér í matarhlé

Nýtt ljóð.

Spekúleringur

Ég vild'ég væri spekúlant
og verðand'í speki betri
verða spakmannlegri
og spekúleringum sæmandi.

Þá myndi ég sitja í spakra manna návist
drekka kaffi með kleinu
spá í spekina sem það er
að vera spáandi spekúlant.

Ég vild'ég væri spekúlant.

og annað:

Lítið sætt franskt

Óður til gluggaveðurs
ljóð um rúmlegu
tileinkað uppáhalds
krúsídúllunni,
frönsku.

Ég veit þú vilt það, loftið.

Það kemur eitthvað skemmtilegt á morgun, afmælinu mínu.

föstudagur, september 8

Eldhringur

"Ég datt inní logandi eldhring" sagði Johnny Cash svo eftirminnilega skemmtilega. Var hann að meina þetta? Datt hann inní logandi ELDHRING. Það hlítur að hafa verið sárt, skuggalega vont. Ég spyr mig bara, hvernig komst hann út? Sjit. Cash.

Jæja ég skrifaði nýtt ljóð áðan.

Sæll og glaður

Sitjandi í stiganum, sæll og glaður
Sígarettu reykjandi kaffimaður
Nautnaseggur, nammistrákur.
Losnandi við höfuðverkja krákur.
Ég fékk mér samloku áðan frá Bakarameistaranum. Hún innihélt beikon, eggahræru, mayonnais-sósu, grænmeti og krydd. Ég get ekki sagt að hún hafi verið gourmet, enda mikill samlokumaður á ferð, en hún var skemmtilega bragðmikil og gaf þennan andskoti skemmtilega ilm.

Annars er bara gott að frétta frá mér, ég vinn eins og hundur í nýju vinnunni minni sem er án efa stórkostleg. Sjúklega næs. Ég vinn hjá Henson sem hönnuður. Thumbs up!

Jæja, bluhushuð.
kveðja, Hilmir Berg Ragnarsson tónlistarmaður, hönnuður og lífskúnstner.

fimmtudagur, september 7

Afsakið getuleysið

Ætli getuleysi sé ekki bara aumingjaskapur? Undirliggjandi kynhvatar metnaðarleysi sem lýsir sér í fáliðuðum hersveitum Sáðmanna úr Borgarfirði. Ha?

Jámm, þegar ég fer að deila hugsunum deilast ekki bara spakmæli heldur eitur. Við hvert orð af þessum pælingum stækkar á ykkur brisið og minnkar á ykkur heilan.

Spurningin er; 'Er það gott eða vont?'

Ég svara þessari spurningu með annari spurningu; 'Hvað er gott, og vont?'

Getur verið að það sem er vont fyrir mig, sé gott fyrir þig og öfugt? Því er auðveldlega svarað. Ég get t.d. óvart keyrt á kókbíl sem síðar keyrir útaf og missir allan farminn í götuna. Það myndi koma sér mjög illa fyrir mig, en fyrir besta vin minn gæti þetta verið hið besta mál. Kókdrykkir í öllum stærðum og gerðum, á við og dreif um segjum, já, Austurvöll.

Þannig að til að svara fyrstu spurningu dagsins (Er það gott eða vont?) segi ég Já.

Hvernig getur Bergieman svarað ó-já/nei-ðrispurningu (ég bjó til orð, snillingur) með einföldu Já-i? Nú það er einfaldlega vegna þess að sumum spurningum verður ekki svarað? Sem dæmi má taka málið með Unni Birnu, var hestamaðurinn wifebeater eða datt hún á poka fullan af appelsínum? Þessari spurningu verður líklega aldrei svarað. Sérstaklega ekki í Séð og Heyrt þar sem fréttir snúast um sjálfa sig í þúsund hringi þangað til það er ekki tenging milli tveggja orða.

Dæmi:
Unnur Birna brandari séð og heyrt stúlka blaðsíða 20 og dagskrá fréttir voru flippaðir á kantinum í Fma957 hnakki Sólon.

Það mætti halda að fatlaður maður hefði skrifað þetta, en nei. Þorvaldur Bjarni. Ég veit ekki afhverju ég kenni honum um, en það hentar bara. Sumt í lífinu hentar bara eins og það er, ekki satt?

Nóg komið af vitleysu. Ég var að skoða fallegar myndir á netinu sem dreif mig áfram í smá ljóðapælingar. Tjekkið á þessu ljóðið heitir 'Reykingar eru slæmar fyrir Kárahnjúkahnakka'

Reykingar eru slæmar fyrir Kárahnjúkahnakka

Saman við göngum í kassalaga hringi
í þessu Kárahnjúka krækiberjalingi
Fjárfestum í áframhaldandi góðæri
Étum saman landsins besta lambalæri

Þorgrímur Þráinsson kom og sleikti öskubakka
Ómar Ragnarsson lifir og elskar eyjabakka
Og alveg eins og með okkar fallegu hnakka
Sumt fólk ávarpar þá sem litla krakka

Að hafa áhrif er kannski of létt
Ef maður sjaldan hefur orðið frétt
Stigagangar af rössum til að sleikja
Til að fólk hætti að reykja

Áhrifamiklir menn í röðum
Bíða eftir grískum böðum
Tala um landið sem sjálfstæðissnilld
Gera það sem þeir hugsa og tala að vild

Breytum bara landinu í kjarnorkuver
Hafa menn ekki fattað að geysir er hver?
Dælum geislavirkum efnum í æðar Dettifoss
Fælum túrista í burtu, hengjum kindina á kross.

Eins og það er asnalegt að yrkja um þetta ljóð
Ættum við kannski að styrkja mig og stofna lítinn sjóð?
Það er sko alls ekki ódýrt að reyna við íslensk fljóð
Ætli móðir náttura og vinir, séu orðinn móð
Hilmir Berg Ragnarsson, 2006

Ég var að enda við að skoða fallegar myndir af Kárahnjúkum og öllum þessum fallegu fossum. Gæsahreiður, fuglalíf, hreindýr og annað sem lítið er af á þessu einstaka landi. Þótt þetta sé ekki vinsælasti staðurinn til að heimsækja á sumrin, er ekki annað hægt að sakna þess sem farið er.

Maður veit aldrei hvað maður átti, til það er farið. Það er sannleikur í þeim orðum Joni Mitchell.

Bless í bili og gaman að fá að vera með ykkur.

Tjá belló.