mánudagur, september 18

Drasl

Ég er að pæla í að búa til geisladisk, sólóalbúm. Diskinn ætla ég að kalla

'Þegar þið þurfið það'

Gerð
disksins er þegar hafin og er ég búinn að semja 3 lög af 8. Þetta verður örugglega ekki einn af þessum sólodiskum sem óvart verða diskur vikunnar hjá RÚV, heldur verður þetta bara gefið út á netinu. Netinu.

Þangað til ég get sett diskinn inná þessa síðu ætla ég að setja inn nöfnin á lögunum, næstu átta daga. Svo verður miðnæturopnun í Skífunni, djók.

'Þegar þið þurfið það'
  1. Andað í gegnum þig
  2. -
  3. -
  4. -
  5. -
  6. -
  7. -
  8. -
Úje, ég get ekki beðið.

Annars
fór ég í bío í gær á fyndnustu mynd allra tíma, Nacho Libre. Ég held ég geri fullyrt að hún sé fyndnari en Dumb&Dumber, en ég þori því varla. Hún er allaveganna skemmtilegri en Napoleon Dynamite en það er einmitt sami maður sem gerði Napoleon og Nacho Libre.
Jack Black, sem að mínu mati var í rosalegri lægð, sýnir í þessari mynd svo rosalegann hæfileika. Hæfileika til að kítla hláturstaugarnar. Handritið og sagan algjör snilld og karakteragerð uppá 10 af 10. Snilld.

Snilllllld.

Engin ummæli: