föstudagur, febrúar 24

Akranes

Ég sit hér og drekk piparmyntu te eftir langan dag. Vinna klukkan 7:30 á morgun og veðurguðirnir baða okkur í næstum því stuttermabola-veðri. Ég leyfi heilanum að fá nokkrar til að raða upp því sem fyrir hann kom í dag. Í sannleika sagt var það ekki mikið, en ég er þó ánægður með daginn. Ég vaknaði alveg um hádegið, ég ætlaði að fara í skólann en prófið var ekki.... svo ég skrapp lítið í sundin. Eftir að ég hafði eyðilagt nokkra striga með einhverju sem átti að verða list, hringdi ég í Stebba. Hann bauð mér í kaffi og kleinur og ég bara skellti mér í bryggjuna, einn og óvaldaður.
Þegar í bryggjuna var komið voru kleinurnar búnar og Stebbi stóð með kaffikönnuna úta miðju gólfi og var að hella kaffinu yfir sig. Ég spurði engra spurninga en efaðist um geðheilsu hans. Ég sagði að hann yrði að fara út, "Þessi eingangrun gengur ekki drengur. Nú förum við á heimaslóðir. Akranes."
Ég og hann Stebbi vinur minn erum nefnilega báðir aldir upp í Akranesi, upp að vissu marki þó. Ég var ný orðinn 5 ára þegar ég flutti hingað í Sigtúnið, en ég held að Stebbi hafi andlega aldrei skilið við sveitalyktina. Þegar maður keyrir inní svona afskekktan stað eins og Akranes verður maður að vera tilbúinn með cover-story. Ég hét Hill Bille Hick og Stebbi kallaði sig Peter Andre. Við vorum í Akranesi útaf buisness-fundi við forstjóra fiskibræðslunar. Allt gert til að passa það að fólk fatti ekki að værum þarna til að benda og hlægja.
Við eyddum svona klukkutíma í Akranesi og fórum síðan heim, endurnærðir og stoltir af litla bænum okkar, sem gaf okkur svo mikið. Takk.

Hér eru nokkrar myndir plús myndir af Oddi Boxer og Þobba.

HÉR ERU MYNDIRNAR

Skemmtið ykkur...

þriðjudagur, febrúar 21

Fleirri myndir

Jæja, fleirri myndir. Nennti ekki a- s0rtera þær. Nenni ekki að skrifa.... zxzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz




















mánudagur, febrúar 20

Ég fór með bekknum mínum í sumarbústaðaferð. Það var gaman. Fámennt en góðmennt er slagorðið okkar í þessum ferðum. Myndirnar úr bústaðnum koma ekki strax en ég með nokkrar myndir sem ég sendi inn í ljósmyndakeppni dpchallenge.com.

Hér koma þær

þriðjudagur, febrúar 14

Tilfinningar

Ég finn fyrir. Ég læt ekki finnast, þó ég finni. Það er allt honum Finni að þakka. Finnur finnur aldrei neitt. En tilfinningar mínar eru, finnst mér, svolítið ófinnanlegar. Ég vil en ég skil og það gerir mér kleift að finna það em Finnur fann aldrei. Það, vinir mínir, eru tilfinningar. Ástin er eins og blóm, vaxandi á sumrin, deyjandi á haustin. En það er lumma sem margir tyggja, þó maður eigi í rauninni ekki að tyggja lummur. Ástin mín er eins og pottablóm sem aldrei kemur nálægt eldavélinni. Ástin er pottablóm sem situr við gluggan allan ársins hring og bíður þess að vera vökvuð. Stundum fer ástin á bið. Það er ástand sem ég kýs að kalla umpottun, en þá finnur maður nýjan pott til að treysta á. Nýr pottur er eins og ný byrjun, en stundum er það ekki langlíft ástand. Ástin er þessi númber one tilfinning, rétt á eftir því að fá sér sígó. Sígarettan bregst manni aldrei. Tilfinningin sem fylgir sígarettureykingum er eins og blár himinn á gráum striga. "Sleiktu á mér tólið," segir sólin og fær sér sígó. Sólin er perri. Sólin er eins og Finnur, hún finnur aldrei neitt. Síðan hún varð til, fæddist eða eitthvað, hefur hún aldrei stoppað í sinni óstöðvandi leit af hamingju. Hún sendir sólargeisla inn til okkar og lýsir upp óhamingjuna. En haldiði að hún sér að gera það fyrir okkur mannfólkið, NEI! Sólin gerir það sem hún gerir bara til þess að þóknast sjálfri sér. Eins og Shakespeare sagði, "Júlía er eins og sólin." Haldiði að hann hafi verið að meina að hún sé gubbandi heit eldkúla sem spýr glóandi eldi allan ársins hring. NEI! Hann er að meina að hún sé svo heit og góð, ljós og hamingjusöm eins og sólin. Ekki kenna Shakespeare um þetta fáfræði sína, því þegar hann var uppi voru kenningar mínar ekki komnar á sjónarsviðið. Í dag, í núinu, vita menn um alla heima og geima hvað Bergieman hefur sagt. Menn fara eftir orðum mínum og lifa samkvæmt mínum gildum. Eftir 1000 ár eiga Bergistar eftir að brenna sendiráð og drepa skandinava bara því einhver heimskur dani ákvað að reyna að fanga fegurð mína á blaði með einn penna að vopni.

Ég er ekki bara fræðimaður og Guð, ég er líka spámaður.

mánudagur, febrúar 13

Teygjur

Mikið hitamál hér. Afhverju eru teygjur teygjanlegar? Teygjast þær bara útaf því þær heita teygjur? Ef svo er, er það ekki ósanngjarnt? Ég teygi t.d. aldrei teygjur og mér finnst fólk sem teygjir teygjur vera fólk sem á ekkert gott skilið.

Teygjur eru eins og mennirnir. Mennirnir vilja alltaf vera, en verða aldrei neitt nema menn. Teygjur vilja líka bara vera, en verða aldrei neitt nema bara teygjur. Svona er bara lífið, en það sýgur. Lífið ætti að vera jafnt, 50-50. Engir fordómar, engir ríkir og engir fátækir, allir vel nærðir og enginn notar TEYGJUR.

Teygjur.

Fyrst ég er byrjaður vill ég minnast á pottablóm. Afhverju eru þær í potti? Er einhver að fara að sjóða þær? Hverskonar fólk sýður lifandi plöntur?

Djísus.

sunnudagur, febrúar 12

K-Bar

Lífið er ef maður nennir. Nennir maður að lifa ef maður er lifandi? Lifir maður þá fyrir það að nenna? Nennir maður því? Það er spurning. Og ef það er spurningin, er þetta þá svarið?

Ég kom á Kaffibarinn eftir langa æfingu með strákunum mínum, Ása, Ara og Davíð, og hélt rakleitt á barinn. Þar var frakkinn, fransmaðurinn, í öllu sínu veldi. Hárið á honum rebelískt, eins og ávallt. Rakað á hliðunum, sítt að aftan og allt heila veldið sett í teygju. Klassa fransmaður. Ég vildi 2 bjóra, einn fyrir mig og einn fyrir Frosta. "Dos Kullos, mon ami!" Hann skyldi það. Klassa frakkster. Ég og Frosti skelltum okkur inn, innst inn, þar sem hinn barinn er. Það var ekki búið að opna hann þannig að lítið var af fólki í nálægðum borðasvæðum. Ég og meistarinn fórum að spjalla og ég veit ekki betur en að þá hafi fyndasta dæmi kapitalíska Íslands labbað inn. Það var 50 vetra mikilmenni með bumbu á við 3. Hann skellti sér á fyllerí og endaði á hausnum á Kaffibarnum, og klukkan bara að ganga 1. Ég sá þennan merkilega mann og ákvað að skemmta mér og Frosta smá. Ég kallaði til hans, "Djöfull ert þú maðurinn." Hann lýtur við og brosir og segir að ég held, "Blugh ala bugsdar, gambil." Ég auðvitað bara kinka kolli og segi, "já, auðvitað." Hann virtist ekki vera kominn með nóg af því að tala og sagði, "Þið eruð bara 2 skátar, skátar á flótta." Og eftir nett skrítið augnsamband við Frosta, jánkaði ég manninum. "Auðvitað erum við skátar, en ekki erum við á flótta." Maðurinn sem greinilega var ekki snertifælinn hló og klóraði mér vel í hársvörðinn og lánaði mér það að ég væri alveg ágætur. Hann spurði mig hvaðan ég væri og ég hélt því staðfastlega fram að auðvitað væri ég frá Dalvík, og af engum mönnum. Hilmir er munaðarlaus, birtist bara í Dalvík og alinn upp af Heiðari Helgusyni. Sem hann þekkti ekki, gott. Munaðarleysinginn ég viðurkenndi síðar að ég ætti pabba en sannleikurinn fór ekki lengra, ég laug að honum að pabbi minn væri Akureyrskur bifvélavirki sem kallaði mig Yota, sem styttingu á Toyota. Ég sagði við manninn að mér liði eins og munaðarleysingja, því að föður mínum hafi aldrei litist á að tala við mig. "Pabbi vildi bara gera við bíla og rak mig til Reykjavíkur til að búa með frænda mínum sem er læknir" Og frá því augnabliki var ekki aftur snúið. Maðurinn var kominn með lendingarleyfi. Ég asnaðist til að bjóða honum í umræður. Og hvað gæti 50 vetra Íslendingur, sem er einn fullur á Kaffibarnum, viljað tala um. AUÐVITAÐ stjórnmál. Þessi maður var alger demantur til að leika sér með. Hann talaði svo vel um allt það góða sem sjálfstæðisflokkurinn hefði gert og hversu yndislegt þetta hægri samfélag væri. Ég hlustaði náttúrulega ekkert á manninn ranta sig í hel og sagði einfaldlega, "Ef allt er svo frábært með þínar 2 milljónir á mánuði og lífið er svo yndislegt, afhverju ertu hér? Afhverju ertu fullari en Gillzenegger á kaffibarnum að tala við einu manneskjurnar sem þorðu að horfa á þig? Ertu virkilega ánægður með lífið?"
Úff hvað maðurinn var fljótur að hlaupa framhjá þessu umræðu efni og yfir í annað. Endalaust gott grín.

Ég, Bergieman, er harður einskisisti og trúi ekki á hópamyndanir í stjórnmálum. Ég trúi ekki nægilega vel þessum sannfæringakrafti náungans. Ef þú kemur fram við stríðsmennina þína sem þína eigin syni munu þeir elta þig í vissan dauða. Þetta sagði gáfaður maður eitt sinn og þetta er satt. STJÓRNMÁL ERU FYRIR FÓLK SEM NENNIR EKKI AÐ LIFA, þau eru fyrir fólk sem nennir að segja öðru fólki hvernig það sjálft á að lifa. Gerðu þetta, gerðu hitt, borgaðu þetta og þá færðu hitt. Allt er þetta bara tilgangslaust og hálf vonlaust. Hvernig get ég haft áhrif með mínar skoðanir? Bjóða mig fram? Hahaha, ég gæti ekki einu sinni borgað fyrir útprentun á einum bæklingi! Þetta snýst allt um að hafa peninga, og ef þú átt þá ekki verðuru að selja þig einhverju stórfyrirtæki sem þú verður að þóknast. Þessir rómantísku stjórnmála menn sem lifa fyrir riflildi um formsatriði sem þegar eru komin á blað. Þetta snýst allt um túlkun.

Túlkun er vanmetið orð. Ég gæti túlkað kóraninn á minn hátt og reynt fyrir mér sem Muhammeds-teiknari. Múslimi sem teiknar Muhammed. Glæsilegt.

Ef þetta er það sem framtíðin ber í skauti sér hér á landi, ætla ég burt. Ætli ég taki ekki bara tilboðinu hans Frosta um að flytja út til Evrópu í svona 1/2 ár. Ég verð að kynnast öðruvísi áreiti, öðruvísi örvun. Ég er kominn með uppí kok af þessu góðæri, sérstaklega vegna þess að ég hef bara ekki fundið fyrir því.

Takk visa.

Góðanótt

föstudagur, febrúar 10

Himler


Ég var að skoða blað sem Dabbi var að krota á í bílskúrnum og tók eftir því að hann skrifaði Hilmir, og síðan beint fyrir neðan skrifaði hann Himler. Wierd.

Ég hef aldrei tekið eftir þessari einföldu breytingu á nafninu mínu, þessi gaur var vondur. Hilmir Himler. Hvernig væri það?

Hann er líka dáldið líkur mér!

En án alls gríns er þessi gaur fokking killer. Hann drap fólk og slátraði gyðingum og stjórnaði mörgum af hættulegustu sveitum Nasista. Þess vegna vil ég ekki láta bendla mig við þennan mann. Sá eða sú sem lætur sér detta það í hug að að kalla mig Himler fær högg.

Sniðugt.

Ég nenni ekki að taka fyrir fleirri úr bekknum fyrr en kannski eftir helgi. Ég verð að einbeita mér að hljómsveitadótinu. Söngvakeppnin er í næstu viku og lögin eru að smella saman. Ég hvet ykkur öll til að mæta.

Ef ykkur langar að heyra fleirri lög með Jezebel skal ég verða við þeirri ósk. Ég set eitt lag í viðbót.

Jezebel - Veins

Textinn:

Í þessum æðum er kalt fljót milli tveggja heima.
Líkami og sál. Ég er í stríði við mína eigin sannfæringu.
(Frosti rapp)
Svartar krákur, merkja staðinn. Heilan verkjar, hjartað öskrar.
Andardrátturinn eini sem framlengir hugsun.
Hvar það byrjar, hvar það endar.

(kórus)
Allt er það fallegt.
Lífið er gefið og aldrei tekið.
Á degi eins og í dag telur timinn syndir.
Verður okkur fyrirgefið.

(frosti)
How long will this last
Do they have to fix the world
While their
Home of the free is falling to pieces.
Let me assure you time will tell
This monopoly of the world
will not last long
There will be no Hollywood
there will be no...

Skýing mynda boga um þitt hjartalaga form
og jörðin neitar þér lendingu, lendingu.

Dökk, þung þoka læðist yfir gráan sand, ég er einn hér.

(Frosti rappar)

(kórus aftur)

Lag: Hilmir
Texti: Jezebel

___

Fokk já hvað við eum góðir.
Heyri í ykkur um helgina.

Love you.

þriðjudagur, febrúar 7

Tóbías

Jæja krakkar, það er ekki mikið búið að gerast hér síðustu daga. Ég búinn að lofa öllum að ég haldi áfram með bekkinn í upptalningunni miklu. Ég verð að komast í það, mig langar að halda áfram. En eins og allt annað er lítill tími til reiðu. Ég er að æfa fyrir söngvakeppnina, hugsa um Jezebel, búa til möppu fyrir Listaháskólann, kjörsviðsverkefni og síðan er nóg að gera heima.

Vona að þið hafið ekki hætt að koma hingað vegna lítillar hreyfingar á blogginu. Þetta fer allt að koma.

Á morgun fáiði að heyra nýtt lag með Jezebel, og kannski að þið fáið að sjá nokkrar myndir úr möppunni minni?

Maybe... GN, ég verð að fara að sofa....... KLUKKAN ER 3!!!

föstudagur, febrúar 3

Nýjasta nýtt

Afsakið hvað ég blogga seint, ég vona að ég hafi ekki vakið neinn...

Margir spyrja sig hvað ég er búinn að vera að gera seinustu daga, og svarið einfalt. Lítið. En það sem ég hef gert mest af er að sitja á Kaffibarnum með Frosta og stundum hugsanlega vinahóp hans, og allt eru það frábærir krakkar.

Eins og ekki allir vita er Frosti vinur minn. Hann var með mér í grunnskóla og urðum við fljótt bestu vinir. Í dag erum við og alter-ego'in okkar að búa til músík. Árangurinn heitir Jezebel.

Hljómsveitin heitir


Jezebel
















Við erum búnir að vera að semja fullt af góðu efni og ég skal sýna ykkur smá af því.
Eitt lag til að byrja með

Jezebel - Fruit'n'Fibre

Enjoy!