þriðjudagur, febrúar 7

Tóbías

Jæja krakkar, það er ekki mikið búið að gerast hér síðustu daga. Ég búinn að lofa öllum að ég haldi áfram með bekkinn í upptalningunni miklu. Ég verð að komast í það, mig langar að halda áfram. En eins og allt annað er lítill tími til reiðu. Ég er að æfa fyrir söngvakeppnina, hugsa um Jezebel, búa til möppu fyrir Listaháskólann, kjörsviðsverkefni og síðan er nóg að gera heima.

Vona að þið hafið ekki hætt að koma hingað vegna lítillar hreyfingar á blogginu. Þetta fer allt að koma.

Á morgun fáiði að heyra nýtt lag með Jezebel, og kannski að þið fáið að sjá nokkrar myndir úr möppunni minni?

Maybe... GN, ég verð að fara að sofa....... KLUKKAN ER 3!!!

Engin ummæli: