mánudagur, janúar 30

Bekkjarmynd

Jæja, hér kemur myndin. Vona að þetta sé nægilega gott fyrir ykkur.!!
Mín var ánægjan.














Ég er annars búinn að hafa nóg að gera, söngvakeppnin nálgast, og ég er alveg við það að springa úr tilhlökkun.... VETRARGARÐURINN!!!

Ég held áfram með ykkur krakkana í bekknum á morgun...

miðvikudagur, janúar 25

Ég er bestur

Ég þarf nú að gera ykkur krökkum þennan greiða. Taka myndir, fiffa þær, setja þær hingað inn og skrifa texta. Eins gott að allir þakki mér vel fyrir þetta í skólanum næstu daga. VEL!!!

Neinei, ég geri þetta með mikilli ánægju því allt eru þetta yndislegir krakkar í 4. bekk MS árin 05-06. Þetta eru ekki krakkar lengur, við erum fullorðnar manneskjur með tilfinningar. Ég, Hilmir Berg, hef tilfinningar.

ég hlæ
ég græt,
ég skoppa um og syng
læralæ.

Þetta var eitt af mínum mörgu hæfileikum, ljóðalistin. Svo ég lengi þetta nú aðeins þá vil ég óska Manchester United mönnum til hamingju með sigurinn á Blackburn, svona fyrirfram. Ég nenni ekki að skrifa aftur í kvöld.



Náttfatabekkurinn
ZIP

Hægt er að ýta á myndina hér til vinstri til að stækka




Flippbekkurinn
ZIP

Hægt er að ýta á myndina hér til vinstri til að stækka




Verði ykkur að góðu...

þriðjudagur, janúar 24

Jæja. Gaman.

Ég sit hérna hjá Stebba í Penthousinu í Bryggjuhverfinu og horfi á Stebba horfa á ástargamanmyndina Guess Who. Djöfull er hann kynþokkafullur. Ashton Kutcher er líka geðveikt glatað nafn. Asstonn Kitchen. Fokk. Uhm, já ég var að enda við að horfa á Arsenal-Wigan á Ölveri og get ég sagt með mikilli tilhlökkun í röddinni, ARSENAL KOMST EKKI Í ÚRSLIT. Aumingjar. United er reyndar mitt lið, og þeir eru ekki alveg komnir í úrslit því fyrri leikur þeirra við Blackburn fór 1-1.

Úúúú hvað konan úr Guess Who er glæsileg. Zoe Soldana is FIIIIIIIIIINNNNNNE. Allaveganna. Ég sé að fólk tekur vel í það ég tek það fyrir hér á síðunni og ég mun halda því áfram í dag tek ég Gísla, Guggu og Guðbrand. Oj, þetta kom skringilega út.

Áfram með smjörið.

Gísli
Gilli Krúttilingur er fabulous. Stundum dreymir mig um að fá hann sem stílista. Ég yrði svo myndarlegur að ég fengi alla stráka í skólanum, ég meina stelpurnar. Ég er ekki hommi. I'm straight. En já, Gísli er mjög skemmtilegur og ekkert skemmtilegra en hláturinn hans, hann smitast eins og eldur í sinu. Gísli er efnilegur í allskonar. Skíðum, plöntum, fötum og er hann líka maður kvenmannana. Hann elskar konur. Ætli hann hafi ekki sofið hjá jafn mörgum stelpum og ég hef talað við. Hann er kynlífsguð. Það er samt ekki það eina sem Gísli gerir vel. Gísli er heiðarlegur og mjög metnaðarfullur. Eldmóðurinn í honum keyrir mann stundum áfram. Gísli er líka þvílíkur kroppur, margir myndu drepa fyrir svona byssur og ég held án efa að Gísli hafi drepið með þeim. Gísli er magnaður.

Guðbjörg
Gugga er celeb. Hún er með honum Dóra Ritara sem var á tímabili heitasti bachelorinn austan við laugardalshöllina. Gugga og Brynja voru fyrst þegar ég kynntist þeim stelpurnar úr breiðholtinu en seinna frétti ég að Halla væri þaðan líka. Ég var skíthræddur við þær 3 og hélt á tímabili að þær gengju með vopn í skólanum. Sú var ekki raunin og held ég að Guðbjörg sé bara ljúfari en lamb. Ég og Gugga eigum líka nokkur mjög fyndin moment, en það er bara fyrir okkur að hlægja að. Múhaha. Guggu finnst líka sopinn góður og gæti hún örugglega drukkið alla undir borðið. En nóg um það. Ég spái því að Gugga fari að vinna í fjármálamarkaðnum. Hún verður bankastjóri. Gugga er líka bling.

Guðbrandur
Gubbmundur er án efa einn óvart fyndnasti maður allra tíma. Hann er úr sveitinni og veit meira en flestir um beljur. Hann er auðvitað mjög sterkur og er frábær íþróttamaður. Ég hef sjaldan séð mann með jafn mikið úthald og Guðbrandurinn. Guðbrandur er mósofrík númer 2 og get ég sagt með vissu að hann er rólegastur af þeim öllum í glasi, eða ég held það. Guðbrandur er líka celeb því hann og Halldór Laxness voru LÆK THIS ------->
Guðbrandur er annars frábær náungi en ég hef ekki kynnst honum vel, aðallega vegna þess að stundum skil ég ekkert hvað hann er að segja. Hann TALAR fokking HRATT. Guðbrandur er sérvitur, eins og Einstein.

Þar sem ég er ekki heima get ég ekki sett myndirnar af þessum 3 hingað inn, en ég set þær inn næst þegar ég uppfæri bekkjarlistann. I'm out.

Luv U!

PS. ég er ekki hommi

Næstu 3 úr bekknum mínum

Björn Þór
Bjössi, eins og við köllum hann, er gæða eðall. Bráðgáfaður fjandi með skemmtilegann húmor. Hann virkar alltaf afslappaður en getur misst sig eftir nokkra bjóra. Fimm er held ég töfratalan. Hann er sá fyrsti í Mosóseríunni sem á eftir að koma hér. Björn er að deita Teddu okkar og finnst mér þau passa vel saman. Björnódóra er sameiginlegt nafn þeirra. Bjössi er líka aðdáandi steikta húmorsins sem fylgir þessum bekk og man ég vel eftir því þegar hann og Sindri plötuðu alla Hellu-búa uppúr skónum. Le Fons. Björn er eins og ísbjörninn, hvítur á yfirborðinu en svarta nefið gefur til kynna að hann sé, og hann er. Björn bara er.
ER!



Brynja Bergmann
Brynja er uppáhaldið mitt, mjög falleg manneskja. Hún er fáranlega fyndin og mikil félagsvera. Ég var meira að segja með henni í fyrsta bekk. Hún er s.s. að elta mig. Waaaaaaaaaaaaaaaaaaa... Brynja er mjög fyndin í glasi og má nefna atriðið í sumarbústaðnum sem dæmi. Þar dó hún áfengisdauða í miðri setningu í heitapottinum. Hahahah. Brynja er, eins og margir, á föstu og er það ekki með síðri manni en honum Óskari. Þau eiga vel saman og eiga þau bjarta framtíð fyrir sér. Brynja er grouppía fyrir ekki verri hljómsveitir en Metallica og Iron Maiden. Hvernig annars ætti hún að fá alla þessa miða? Það er allaveganna mjög gaman að Brynju. Brynja er bling.



Brynjar Sig.
Binni er án efa besti vinur minn af þeim sem ég hef kynnst hér í MS. Stundum er það skuggalegt hversu líkir við erum. Innst inni erum við tveir alltaf að deyja úr skólaleiða, með þvílíkar skapandi hugmyndir en það eina sem við gerum er að sitja í stúdíóinu mínu og reykja sígarettur.
Ég hef trú á því að Binni gæti orðið mjög góður myndlistamaður, hann hefur metnaðinn. Þó svo að ég og Binni séum líkir, er ekkert líkt með okkur í listinni. Ég hlusta á þyngri kantinn, hann mýkri. Hann reykir Salem, ég Camel. Litlu hlutirnir gera okkur öðruvísi og öðruvísi myndi ég ekki vilja hafa það. Brynjar er vinur í raun og því hef ég kynnst.
Brynjar var hirðfífl í fyrra lífi. Hirðfífl sem hafði gaman að því að borða.



Takk... næstu 3 á morgun!

mánudagur, janúar 23

Skáldsagan

Ég ákvað að setja inn sér síðu fyrir skáldsöguna þar sem ég vil hafa hana alla í einni ræmu.

Hér er skáldsagan... Ein manneskja

Djöfull er ég myndarlegur

Sjit hvað maður er myndarlegur. Úff. Hvernig stendur á því að maður er búinn að vera kvenmannslaus í marga mánuði. Ég er að leita að ástæðunni. Hún mun finnast, og þann dag mun ég labba inní Ford-módel skriftstofuna í New York, redda mér heimilisfanginu hjá Tyra Banks, og kíkja í heimsókn. Er það ekki málið?

Ég held það.

Já síðan ætla ég að setja hérna inn nokkrar myndir fyrir hana Höllu vinkonu mína. Hún vildi endilega sjá hvernig ég væri nakinn.

Djöfulsins vitleysingur er ég. Úff. Þetta verða s.s. ekki nektarmyndir, heldur bekkjarmyndir.



























Verði ykkur að góðu.

Ég hef líka ákveðið að skrifa eitthvað yndislegt um alla í bekknum. Það verður örugglega fyndin og hjartnæm lesning því ég þekki fólk mismunandi vel. Ég byrja á fyrstu 3 núna. Önnu, Auði og Bigga.

Anna María
Anna er fín stelpa. Hún er líka alveg nett klikkuð eins og flestir í þessum bekk. Ég hef lítið spjallað við hana en þegar ég hlera hana er hún oftast að tala um eitthvað sem tengist strákum og flottum bílum, helst Imprezu. Anna er hress og hlær mikið, enda vann hún lengi á McDonalds. Ekkert nema hamingja þar. Ég held líka að Anna sé mjög góð í stærðfræði, og kæmi það mér ekki á óvart ef svo væri enda er hún bráðgáfuð og metnaðarfull. Anna á líka fyndin bíl sem hún kemur alltaf á í skólann, með græjurnar í botni. Áður en þeim var stolið, græjunum. Ég held líka að Anna sé kynlífsfíkill. Anna þú ert frábær.


Auður
Auður er trukkurinn í bekknum, og það er ekkert til að skammast sín fyrir. Hún er góð í íþróttum og þá helst handboltanum, þar sem hún fer á kostum í horninu. Auður er ekki eins mikill námsmaður og flestar stelpurnar, en hver nennir að læra þegar maður getur verið að leika sér með áhugamálin sín? Auður hefur líka gaman að félagsleguhlið skólans og hefur hún skipulagt allavegana eina bústaðaferð og haldið eitt party. Ég held að Auður sé áfengissjúklingur. Auður, þú ert geðveik.




Birgir Sævarsson
Hver elskar ekki Bigga? Hann er svo elskulegur að hann mætir bara 40% í skólann. Afhverju er það segir fólk, en svarið er einfalt. Ef hann væri alltaf í skólanum myndum við í bekknum bara byrja elska hann of mikið, og á endanum fyrirfara okkur úr ástarsorg því Birgir er hamingjusamlega 'giftur' frábærri stelpu sem kallar sig Huldu. Birgir er alltaf glaður og alltaf til í allt, ef hann nennir. Ég kynntist Birgi fyrsta skóladaginn í fyrsta bekk, hann kom til mín og spurði, "má ég sitja hérna" og benti á sætið við hliðina á mér. Alla þá kennslustund hlógum við af steikta efnafræðikennaranum og eftir það var ekki aftur snúið. Nú erum við búnir að vera vinir í að verða 4 góð ár og ég veit að vinskapurinn mun endast ævilangt, ef við nennum. Peace Birgir, mér þykir vænt um þig.

Næstu þrír koma bráðlega.

Lítið til að pósta

Ég hef ekkert bloggað í háa herrans tíð en nú er komið að því. Ég er að blogga, blogga blogga blogg.

Lítið er í fréttum nema mikill svefn og ágætis djamm á laugardaginn. Ég og hann Frosti, Jezebel, pössuðum krílið hann Jón Gnarr Jónsson til 11 og fórum beint á Kaffibarinn. Það er skemmst frá því að segja að við vorum þar alla nóttina. Við vorum aðallega í því að fokkast í liði sem við þekktum ekki og að tala við fólk sem við þekktum. Ein gellan hélt ég væri svalasti gaur í heimi, í einni af frægustu hljómsveitum í heimi og ég spurði hana; "Ef ég væri hestur, myndiru ríða mér?"

hahaha, svo ólíkt mér.

Allaveganna. Ég ákvað að setja inn þriðja kaflann af ástarsögunni minni í dag. Það var ákveðið á stofnfundi Bergieman, í gær. Fyrstu 2 kaflana er hægt að finna í menuinu hérna hægramegin.

Hér kemur kafli 3

Lífið
Næstu daga vorum við óaðskiljanleg. Við skoðuðum borgina upp og niður. Þetta voru ótrúlega fallegar haustnætur í Marseille. Ég hugsaði oft um hversu gaman væri að kynnast henni betur, hver hún er. Hver hún virkilega er, það er lykillinn. Mér er sama þótt það sé alger hrúga bakvið framhliðið, sem lengi sem hreinskilnin ræður. Ég veit þó hvað hún heitir. Hún heitir Natasha.
Stundum líður yfir mig tilfinning um hamingju en hún er hverful. Teljum tímann, því hann líður fljótar en maður telur hann. Ætli tilfinningin sé gagnkvæm, er hún hamingjusöm með mér. Vill hún kynnast mér og hleypa mér nær. Þó vil ég ekki ganga oft fast að garði, vil ekki láta sem ég sé klikkaður. Það er ekki ég, þó tilfinningarnar geti sýnt annað.
Þessi fáu kvöld sem ég fékk með Önnu, rósinni minni, í Marseille voru ómetanleg. Ég reyndi hvað ég gat til að láta fyrri mistök mín í þessum geira ekki hafa áhrif. Ég reyndi.
Síðasta kvöldið okkar saman var mjög rómantísk, ekta franskt. Kvöldið var fullkomið eins og hún, tunglið kallaði á englana sem svifu í kringum okkur í hjartalöguðum hringjum. Stjörnurnar mynduðu stjörnumerki sem aðeins hún gat skilið. Ég las það úr augunum á henni sem ljómuðu. Þegar ég sofnaði var ég með demant í hendinni, þegar ég vaknaði var hann horfinn. Eina sem ég átti var minningin um okkur, í borginni með englunum, fullkomið. Það er ekki á hverjum degi sem þessi eina manneskja sem breytir tilveru þinni labbar inní líf þitt. Ef þú blikkar er hún farinn, með hjartað þitt með sér...
Ég gat ekki andað. Hvert er hún farin? Hvar finn ég hana aftur, ég veit ekkert hvar hún býr. Í rauninni var ég hissa, hvert skildi hún hafa farið. Það gekk allt svo vel, en kannski hefur hún fengið efasemdir. Kannski var hún svo sniðug að láta sig bara hverfa frá mér í þessari stóru borg til að forða okkur hugsanlega verri sambandsslitum. Ég get þó ekki séð hvað ég gerði rangt, eða hvað ég get hugsanlega hugsað mikið um þetta til að fá niðustöðu. Ég fæ mér bara frískt loft.
Niður á götuhorni sé ég mann, frekar franskann í útliti, með lítinn hund í ól. Hann missir veskið sitt. Ætli ég hlaupi ekki til og rétti honum það aftur.
"Merci, takk fyrir þetta. Það er ekki mikið um svona heiðarlegt fólk frá Marseille." segir hann og er mjög ánægður. Það sést.
"Já, ekkert mál. Ég er reyndar ekki frá Marseille, ég er bara hér sem nemi í nokkur ár." segi ég og sný mér við.
"Hey strákur, ég heiti Jean Claude, komdu inná kaffihúsið mitt ég bíð þér í kaffi..."
Og það gerði ég.