laugardagur, desember 17

Recover

Væri það ekki yndislegt ef maður væri með svona recovery task button í hausnum á sér. Spólað til baka um svona 2 vikur og skolað út öllu sem inní líkaman hefur komið?

Ég hef nefnilega verið með Kossasótt síðustu vikur, kossasótt. Sumir kalla þetta Einkirningasótt eða Epstein-Barr vírus. En ég kalla þetta helvíti. Þessi vírus fer nefnilega illa með sumt fólk, sumir sleppa vel, en ekki ég. Kossasótt er líka helvíti ljótt nafn því ég hef engan kysst síðustu mánuði. Ég gerði mér auvðitað ekki grein fyrir kynlífsleysi mínu fyrr en ég pældi í nafninu á sjúkdómnum og það gerði illt verra.

Ef að líkaminn gæti bara restartað sér, þá væri ég í supermálum. Ég missti af öllum prófunum og núna í dag er ég rétt svo að ná mér, en þó svimar mig og ég er með dúndrandi hausverk allan daginn.

Síðan sá ég líka auglýsingu í blaðinu fyrir tölvulistann. Ég er alltaf spenntur þegar þeir koma með tilboð en akkurat núna var mér ofboðið. Efst á auglýsingabæklingnum var auglýsing fyrir vírusvörn og vírushreinsanir. Þar stóð með stórum stöfum, ÞÚ VILT EKKI FÁ VÍRUS SVONA RÉTT FYRIR JÓL!!!

Fokkheads.!.!.!.! Eins og Mayarnir sögðu 3000 fyrir krist: May they all go to hell and back with an austrian dildo up their asses.

En
gleðifréttirnar eru að ég er að lagast.

Súper.

föstudagur, desember 9

Góðan dag

Í dag vaknaði ég með hausverk, magaverk, verk í hálsinum og í sálinni. En ég læt það ekki hafa áhrif á mig og held áfram. Í dag ætla ég að læra með strákunum heima hjá Stebba.

Ég vaknaði klukkan 5 í nótt og kláraði að skrifa ritgerðina mína um Brian Eno. Hún endaði sem 14 bls meistarastykki :)

Hún er hér

Gangi ykkur vel.

Ég kem með þriðja kaflann úr ástarsögunni í kvöld.

Blexz!

miðvikudagur, desember 7

Nöfn

Ég var rétt í þessu að detta inná blogg hjá frægustu söngkonu sem ég hef hitt. Og ég hef hitt Björk. En já, þessi söngfugl vildi endilega meina að vinur hennar Irdna væri besti Irdna í heimi. Þá fékk mig aldeilis til að hugsa. Hvað er málið með nöfn. Afhverju heiti ég Hilmir og síðan er bara einhver allt annar gaur, með allt aðra kennitölu og allt annað typpi sem heitir bara sama fokking nafninu. Nú heiti ég Hilmir Berg, sem er einstakt, en Hilmir gæti verið einstakt líka. Og afhverju er það ekki einstakt???

ERROR!!!






















OG HANN ER MYNDARLEGRI EN ÉG. Það er pain, a hard act to follow.

"Sæll, ég heiti Gunngeldingur (frumlegt) hvað heitir þú?"
"Já, sæll, ég heiti Hilmir!"
"HILMIR SNÆR, LEIKARI? Váááááááá..." *búmm* hausinn springur

IT HAPPENS EVERY FOKKING TIME!!!!!

þriðjudagur, desember 6

Ég er prump

Frá og með deginum í dag er ég prump. Ég er ógeðslegt prump. Allaveganna líður mér þannig. Ég er búinn að vera með einhverja ógeðslega eitlabólgu og hún er búinn að draga allan kraft úr mér með þessari Pensilín þörf sinni. Þetta er líka alveg mjög góður tími til að veikjast svona illa. Því næst síðustu próf í Menntaskólasögu minni voru að byrja í dag og ég gat ekki mætt. Ég er kominn með leið á því að vera lystarlaus, fullur af verkjalyfjum og sýklalyfjum, aleinn heima að reyna að meika að komast yfir allt þetta sem ég missti út bara á nokkrum dögum. Ég hata þegar maður lýtur út fyrir að vera í lagi, þannig er ég. Ef maður þarf að sanna fyrir fólki að manni líði illa, hefur maður gert eitthvað slæmt til að vera ekki traustsins verður.

Prfftff!

Prump!

mánudagur, desember 5

Veikindi

Er búinn að vera sjúklega veikur en er að ná mér. Ég vaknaði Miðvikudagsmorgun með svakalega bólgu í eitlunum undir kjálkabeininu. Ég gat varla opnað munninn fyrir sársauka. Ég nenni ekki að segja alla söguna.

Over and out... ég þarf að læra!

miðvikudagur, nóvember 30

Hér eru nokkrar myndir frá hringferðinni + 3 frá busun MS-inga frá því fyrr í vetur. Mjög skemmtilegar myndir og þónokkrar í viðbót komast fyrir!!!











Hahahaha, Dabbi!

Undanfarna daga hefur verið mikið að gera í öðrum skrifum en þessu hér. En ég mun reyna að halda þessu við, yfir prófin. Og til að hressa alla við ætla ég að setja illa fyndna mynd af Dabba hér á eftir. Hann var víst að naga á sér nöglina með framtönnunum og braut hana af. Skil ekki hvernig það er hægt, en Dabbi framkvæmir margt sem ekki er skiljanlegt.



Síðan kemur önnur myndasería úr hringferðinni í kvöld... stay tuned!

mánudagur, nóvember 28

Heima

Hæ ég heiti Hilmir. Ég er bara hérna heima. Í tjillinu að skrifa kjörsviðsverkefnið mitt og Brynjars. Útaf því að völdum að gera þetta saman þurfum við að skila 20-30 bls ritgerð, sem er geðveiki því þetta efni sem vil völdum er ekki svo létt.

Verkefnið er um SAMSKYNJUN sem er blöndun skynjunar í skynfærum.

Hér er smá úr fyrsta draginu af ritgerðinni.

Skilgreining á samskynjun

Samskynjun er almennt nafn fyrir skyld fyrirbrigði (a "complex" s.s. flækja) af skilvitlegu ástandi. Samskynjun má án hiks skipta í tvo meginflokka, flokka sem eiginlega skarast á.
Fyrsti flokkurinn er kallaður 'Eiginleg Samskynjun', er eins og er lýst hér að ofan, þar sem áreiti á eitt skynfæri getur haft áhrif á eitt eða fleirri skynfæri.
Seinni tegundin, sem sumir kalla 'Vitræna Samskynjun', inniheldur fylgiskyns viðbætur við menningartengdar vitrænar hugmyndir. Til að einfalda þetta má segja að með þessa tegund samskynjunar eru ákveðnir hlutir sem okkar menning hefur kennt okkur að tengja saman eða flokka á sérstaka vegu, eins og bókstafi, númer og nöfn, mun meira en bara bókstafir, númer eða nöfn. Heldur fær maður aukaskyn, eins og lykt, lit eða bragð. Algengustu form vitrænnar samskynjunar tengjast oftast lituðum bókstöfum (graphemes), númerum, tíma einingum eða tónum (eða hljómum).
Samskynjun er einskonar viðbót: þ.e., það bætir við upprunalegu tilfinninguna (skynjunina), frekar en að en að koma algerlega í staðin fyrir einhvern skynjunarmáta. Sá sem hefur eiginleikann til að sjá liti úr tónlist, sér litina en þeir hafa engin áhrif á tónlistarupplifunina. Tónlistin skilar sér alltaf eins og hún ætti. Báðar skyntúlkanirnar, litirnir og tónlistin, geta haft áhrif á aðrar og breytt því hvernig þær virka og stigbreytast með öðrum skynfærum. Samskynjun er samt almennt séð einhliða.

sunnudagur, nóvember 27

Lélegasta mynd allra tíma

Hæ, ég heiti Hilmir. Ég fór í bíó í kvöld, með Binna vini mínum. Við ætluðum að fara á The Exorcism of Emily Rose en hættum við fyrir framan miðasöluna og ákváðum að fara á myndina sem væri í sal 1. Sú mynd heitir einfaldlega The Sound of Thunder og hljómaði það vel í fyrstu.
Ég keypti mér Nachos af heitri gellu í bíosjoppunni, auðvitað stór kók líka, og skellti mér í salinn. Myndin byrjaði eftir auglýsingar og ég ríghélt mér. Byrjunaratriðið var hryllingur. Þetta gerðist útí skóginum, örugglega 65 milljón ár fyrir krist, og það var fólk að labba í hallærislegum hermannagöllum á svona brú sem líktist helst vatni en hljóðið sem myndaðist við fótatakið líktist frekar gleri. OK, fljótandi hart gler, 65 milljón árum fyrir Krist. Þessi green-screen sena er svo léleg að það hefur verið settur nýr standard. Nú virkilega kann ég að meta þá hjá LucasArt. Það sem fólkið var að gera þarna var plottið í myndinni. Einhver plebbalegur gæji, ég held að hann hafi leikið í Star Trek eða ekkað, fann upp fyrirtæki sem sendir fólk aftur í tímann til að veiða risaeðlur. Og það allt til gamans fyrir ríka fólk framtíðarinnar. Þetta á nefnilega að gerast 2055, well done. Allaveganna. Þarna er fólkið statt í asnalegum göllum með asnalegar byssur og ennþá asnalegri hjálma að veiða risaeðlur, auðvitað T-Rex. Ég beið spenntur eftir risaeðlunni og hún loksins kom eftir drungalegar fótataks drunur. Risaeðlan var óraunverulegri en risaeðlan í Toy Story. Hún var eins og hún væri steypt úr plasti og hljóðin sem hún gaf frá sér voru eins og tölvunördi að öskra á skjálfta. Fokking sjit, ég nenni ekki að segja frá öllum atriðunum en einfaldlega skal ég segja frá plottinu. Eins og ég sagði áður er þetta tímaflakksveiðifyrirtæki. Sá sem leiðir hópinn er góður vísindamaður sem heldur að það sé allt í lagi að flakka í tíma. En brátt fara hlutirnir að rúlla. Í þriðja veiðiferðalaginu fer allt á versta veg og einn ríki gæinn sem fór í ferðina steig óvart ofan á fiðrildi. Þetta fiðrildi olli því að allur heimurinn var að farast í framtíðinni. Öllum var óhætt þegar til baka, í framtíðina, var komið. En 24 klukkutímum seinna kom TÍMA-ALDA sem breytti öllu. Tré uxu allstaðar og dýr byrjuðu að breytast, því þróun þeirra breyttist útaf þessu eina fiðrildi. Vísindamennirnir gerðu allt til að laga þetta og fóru meira að segja í göngutúr í gegnum DÝRAGARÐINN. Ef ég hefði verið staddur í þessari mynd, vitandi það að stökkbreytt dýr væru á kreiki, myndi ég aldrei labba í gegnum dýragarðinn. En hey, svona var myndin. Giskið á hvað gerðist í dýragarðinu? Einn gæjinn, btw eini svarti gæjinn í myndinni, varð fyrir áras lifandi þyrnirunna sem stakk hann með einhverju ofskynjunarlyfi. Hann þó lifir þessa áras af en fer sífellt hrakandi. Þá fara að heyrast yfirdrifin apahljóð og uppúr þurru kemur þetta asnalegasta dýr kvikmyndasögunnar. Einhver blendingur milli APA og RISAEÐLU sem hreyfði sig eins og risaeðlur ættu vísta að hafa hreyft sig, fyrir 65 þúsund billjón árum, og öskraði eins og api. Ú Ú Ú. Fáranlegt.
Auðvitað náðu svo APAEÐLURNAR að klára að drepa svarta manninn á meðan svarti maðurinn hélt að hann væri að tala við pabba sinn, vegna ofskynjunarlyfja. Ímyndið ykkur þetta: Svartur maður situr uppdópaður af ofskynjunarlyfjum í steinaldardýragarði og það eru milljón APAEÐLUR á leiðinni til hans, til að éta hann. Og ástæðan fyrir því að aðalhetjan, góði vísindamaðurinn, drap ekki allar APAEÐLURNAR var einföld. APAEÐLURNAR voru með svona risaeðlu kvelar SHEILD. Eina leiðin til að drepa þær var að skjóta þær í einn lítinn sérstakan stað undir hálsinum. Sem náttúrulega sést ekki nema APAEÐLURNAR ákveði að standa á fjórum fótum.
Þegar er kom útur bíoinu hlakkaði svona í mér. Ég vissi að úti á götu biðu mín bílar að keyra framhjá og kaldur vindur til að kæla mig niður. Allt varð svo yndislegt. Ef ég væri þunglyndur myndi ég skella þessari mynd í videotækið nokkrum sinnum á dag til að fatta hversu yndislegt lífið er. Þessi mynd er svo léleg að maður upphefur sitt ömurlega líf og verður glaður. Ég bókstaflega HLÓ þegar ég labbaði útur Regnboganum og nú 3 tímum seinna veit ég ekki afhverju. Til að hafa einhver loka orð í þessari gagnrýni: Þessi mynd er svo léleg að Hverfisgatan er yndisleg í 3 stiga hita. Kapút. Þessi mynd hlítur að vera grín.

-

Nú verð ég að tjá mig aðeins um þetta fiðrildi. Ef ég myndi svo ólíklega finna risafiðrildi og drepa það, myndi þá allt mennskt líf deyja út eftir 65 þúsund billjón ár?

Það er kannski ekkert heimskulegt eftir allt að hætta að borða kjöt. Héðan í frá er ég grænmetisæta.

Not.

laugardagur, nóvember 26

Föstudagur í helvíti

Ég hef ekki mætt í nema 5-6 tíma í síðustu 10 skóladögum og er virkilega byrjaður að halda að eiithvað sé að mér. Hvað er ég að hugsa, auðvitað er eitthvað að mér.

Góða nótt...

PS. næsti kafli úr skáldsögunni minni kemur eftir helgi. Nýr karakter er kynntur til sögunnar, Jean Claude.

föstudagur, nóvember 25

Skáldsagan mín

Eftir leiðinlegann þriðjudag ákvað ég að skella mér í sund. Ekkert er betra en að synda í dauðum húðfrumum og klóri. Ég varð eins og nýr maður eftir að hafa drukkið 3 lítra af klór og pissi með húðfrumualdinkjöti, lífið er gott.

Hér kemur kafli 2 af skáldsögunni minni.

Kafli 2
Daginn áður

Það var þriðjudagur. Ég sat á kaffihúsi í Marseille þegar það gerðist. Það var eins og ég vaknaði við hvell þegar ég sá hana fyrst. Herbergið og mannfólkið á milli okkar, samt var ekkert sem stoppaði augu okkar frá því að mætast. Augu okkar tengdust. Og þessi tilfinning minnti mig á lífið, eins og það ætti að vera án kvíða, án áhyggja og vanlíðan. Vanlíðan saugst úr mér eins og vampíra sýgur blóð. Augun hennar sáu um verkið. Áhyggjurnar flugu burt með englunum sem umkringdu hana. Kvíðin varð bara eins og vindurinn, ég fann fyrir honum en hún varð skjólið. Hleyptu mér nær hugsaði ég og bölvaði.
"Djöfullinn," sagði ég og hún horfði á mig. Skildi hún mig? Úps, er hún íslensk.
Hún labbar til mín og ég finn fyrir miklum kvíða, allt í einu er allt í ólagi. Gleraugun skökk? Hárið? Allt reyndist í lagi.
"Ertu frá Íslandi," spyr hún.
Mér fannst eins og við tvö værum í sömu sporunum, ný í þessari borg og fjandi misskilin. Íslendingar hoppa ekki inní menninguna í Frakklandi.
"Já, uhm. Alveg 100%" öhhh, asnalegt.
"Hvað ertu að gera í Marseille" spyr hún.
"Ég er að læra heimspeki við háskólann?" segi ég og reyni að vera fljótur að segja...
"En þú, hvað ert þú að gera hér?"
Við spjölluðum og spjölluðum og kynntumst ágætlega. Fyrst var ég stressaður en fljótt varð þetta svo venjulegt, við vorum svo lík. Þegar ég horfði á hana tala fylltist ég af gleði en um leið fann ég efasemdir læðast inn um bakdyrnar. Er ég hræddur? Hræddur um að horfa til baka á æsku mína, hræddur um að horfa til framtíðar og ímynda mér hvað býður mín. Mig langar bara að geta horft til hliðar ogséð okkur tvö saman, tvö saman í endlausa heiminum, endalausa hafinu, syndandi.

fimmtudagur, nóvember 24

Ein Manneskja

Ein manneskja

Kafli 1
Spurningin

Hérna sit ég, klukkan er 22 mínutur yfir 1 og það er nótt. Ég ætti að vera farinn að sofa en ég sit bara hér við gluggan, hugsa og fæ mér sígarettu. Ég hugsa um það sem ég get ekki fengið, það sem ég hef ekki fundið. Það sem virðist alltaf ætla að renna mér úr greipum. Lífið hefur þann vanagang að hleypa mér ekki nær því sem ég þrái og vill hvað mest. Ég hef átt skrítna ævi fulla af erfiðum tímum og mikilvægum ákvörðunum og ég sem skiptinemi í Marseille í Frakklandi hef náð að komast útur þessari martröð, sem ungdómurinn leyndi, nokkuð óskaddaður eða það held ég. Það er bara þetta eina sem virkilega nagar mig, þetta sem ég svo vill. Það er ást. Kærleikur. Ég veit að það hljómar hálf skrítið en þetta er það sem ég hef leitað af. Ég hef oft velt því fyrir mér hvað það er sem gæti gert mig fullkominn og ánægðann með lífið og án spurninga koma engin svör. Án spurninga er ekkert líf fyrir mér, og án svara er ég dæmdur til tilfinningalegra ofskynjanna það sem eftir er. Svo það eina sem eftir var fyrir mig á þessum miðvikudagsmorgni, var spurningin. Ég settist niður við gluggann og ég spurði sjálfan mig, hvað viltu, hvað ertu, hvað er það sem heldur þér á floti í þessu endalaust bláa hafi sem streymir fram og aftur upp veröldina? Og þá sá ég það, myndin var eins tær og dagurinn í gær. Það var hún. Óóó hún. Djúpt undir hjartans hörðu skel, er rós. Handa henni.


Kafli 2
Daginn áður

Það var þriðjudagur. Ég sat á kaffihúsi í Marseille þegar það gerðist. Það var eins og ég vaknaði við hvell þegar ég sá hana fyrst. Herbergið og mannfólkið á milli okkar, samt var ekkert sem stoppaði augu okkar frá því að mætast. Augu okkar tengdust. Og þessi tilfinning minnti mig á lífið, eins og það ætti að vera án kvíða, án áhyggja og vanlíðan. Vanlíðan saugst úr mér eins og vampíra sýgur blóð. Augun hennar sáu um verkið. Áhyggjurnar flugu burt með englunum sem svifu um. Kvíðin varð bara eins og vindurinn, ég fann fyrir honum en hún varð skjólið. Hleyptu mér nær hugsaði ég og bölvaði.
"Djöfullinn," sagði ég og hún horfði á mig. Skildi hún mig? Úps, er hún íslensk.
Hún labbar til mín og ég finn fyrir miklum kvíða, allt í einu er allt í ólagi. Gleraugun skökk? Hárið? Allt reyndist í lagi.
"Ertu frá Íslandi," spyr hún.
Mér fannst eins og við tvö værum í sömu sporunum, ný í þessari borg og fjandi misskilin. Íslendingar hoppa ekki inní menninguna í Frakklandi.
"Já, uhm. Alveg 100%" öhhh, asnalegt.
"Hvað ertu að gera í Marseille" spyr hún.
"Ég er að læra heimspeki við háskólann?" segi ég og reyni að vera fljótur að segja...
"En þú, hvað ert þú að gera hér?"
Við spjölluðum og spjölluðum og kynntumst ágætlega. Fyrst var ég stressaður en fljótt varð þetta svo venjulegt, við vorum svo lík. En þegar ég horfði á hana tala fylltist ég af gleði en um leið fann ég efasemdir læðast inn um bakdyrnar. Er ég hræddur? Hræddur um að horfa til baka á æsku mína, hræddur um að horfa til framtíðar og ímynda mér hvað býður mín. Mig langar bara að geta horft til hliðar, séð okkur tvö saman, við tvö saman í endlausa heiminum, endalausa hafinu, syndandi.

Kafli 3
Lífið

Næstu daga vorum við óaðskiljanleg. Við skoðuðum borgina upp og niður. Þetta voru ótrúlega fallegar haustnætur í Marseille. Ég hugsaði oft um hversu gaman væri að kynnast henni betur, hver hún er. Hver hún virkilega er, það er lykillinn. Mér er sama þótt það sé alger hrúga bakvið framhliðið, sem lengi sem hreinskilnin ræður. Ég veit þó hvað hún heitir. Hún heitir Natasha.
Stundum líður yfir mig tilfinning um hamingju en hún er hverful. Teljum tímann, því hann líður fljótar en maður telur hann. Ætli tilfinningin sé gagnkvæm, er hún hamingjusöm með mér. Vill hún kynnast mér og hleypa mér nær. Þó vil ég ekki ganga oft fast að garði, vil ekki láta sem ég sé klikkaður. Það er ekki ég, þó tilfinningarnar geti sýnt annað.
Þessi fáu kvöld sem ég fékk með Natöshu, rósinni minni, í Marseille voru ómetanleg. Ég reyndi hvað ég gat til að láta fyrri mistök mín í þessum geira ekki hafa áhrif. Ég reyndi.
Síðasta kvöldið okkar saman var mjög rómantísk, ekta franskt. Kvöldið var fullkomið eins og hún, tunglið kallaði á englana sem svifu í kringum okkur í hjartalöguðum hringjum. Stjörnurnar mynduðu stjörnumerki sem aðeins hún gat skilið. Ég las það úr augunum á henni sem ljómuðu. Þegar ég sofnaði var ég með demant í hendinni, þegar ég vaknaði var hann horfinn. Eina sem ég átti var minningin um okkur, í borginni með englunum, fullkomið. Það er ekki á hverjum degi sem þessi eina manneskja sem breytir tilveru þinni labbar inní líf þitt. Ef þú blikkar er hún farinn, með hjartað þitt með sér...
Ég gat ekki andað. Hvert er hún farin? Hvar finn ég hana aftur, ég veit ekkert hvar hún býr. Í rauninni var ég hissa, hvert skildi hún hafa farið. Það gekk allt svo vel, en kannski hefur hún fengið efasemdir. Kannski var hún svo sniðug að láta sig bara hverfa frá mér í þessari stóru borg til að forða okkur hugsanlega verri sambandsslitum. Ég get þó ekki séð hvað ég gerði rangt, eða hvað ég get hugsanlega hugsað mikið um þetta til að fá niðustöðu. Ég fæ mér bara frískt loft.
Niður á götuhorni sé ég mann, frekar franskann í útliti, með lítinn hund í ól. Hann missir veskið sitt. Ætli ég hlaupi ekki til og rétti honum það aftur.
"Merci, takk fyrir þetta. Það er ekki mikið um svona heiðarlegt fólk frá Marseille." segir hann og er mjög ánægður. Það sést.
"Já, ekkert mál. Ég er reyndar ekki frá Marseille, ég er bara hér sem nemi í nokkur ár." segi ég og sný mér við.
"Hey strákur, ég heiti Jean Claude, komdu inná kaffihúsið mitt ég bíð þér í kaffi..."
Og það gerði ég.

Lífið á Íslandi

Ég er kall. Spítukall á Íslandi. Spítukall. Hvaða tilgangi gegni ég? Er ég fæddur til að vera stærri en aðrir, er það minn tilgangur. Mig langar að vita hversvegna ég fæddist hér á Íslandi í kringum fólk sem skilur mig ekki. Ég lifi af, ég aðlagast... en er það lífið? Tilfinningar eru köll á viðbrögð, viðbrögð við minnsta áreiti. Solar Plexus. Verkir sem steypa sig fasta í mér, telja sig trú um réttlætið. Er það ég? Eða mun það alltaf vera þið hin?

Hvað er ég?

Speglar brotna við minnsta bros, afhverju? Er leiðin ekki greið, á ég skuldir ógreiddar hjá hæsta valdi? Skulda ég Nonna-Feita 1000 kall?

Fokking nei...

miðvikudagur, nóvember 23

Rosalega er þetta merkilegt!



Partítröll


Þú ert nýjungagjörn, tilfinningarík félagsvera.


Partítröllið fylgist vel með nýjustu straumum og stefnum hvort sem um er að ræða föt, tónlist eða græjur. Það eru 74.5% líkur á því að það eigi iPod, 61% líkur á því að það eigi Fred Perry póló bol og 96% líkur á því að það eigi Adidas skó. Partítröllinu finnst The OC vera skemmtilegur þáttur.



Partítröllið er vinsælt - eða telur sig að minnsta kosti vera það. Þótt margir laðist að því eins og flugur að mykjuhaug eru aðrir sem eru ónæmir fyrir þokka þess og enn aðrir sem hafa jafnvel ofnæmi fyrir því. Það eru þeir sem eru í eldhúspartíinu á meðan partítröllið hristir rassinn og baðar út öngum á dansgólfinu.



Þegar gamaninu slotar er partígríman þó fljótt tekin niður og undan henni kemur viðkvæma blómið sem partítröllið raunverulega er.


Hvaða tröll ert þú?

---

Ok, ég er ekki partítröll. Ég hata party. It makes me look small, but big at the same time. Leimmér að útskýra.

Ég er ekki áhugaverður partytalari. Ég segji ekki skemmtilegar sögur af síðasta fylleríinu mínu og mér finnst ekkert meira lame en að hözzla blindfulla stelpu. Ég er ekki skemmtilegur fyrr en fólk kynnist mér. Það fólk sem kynnist í partyum er fólk sem hefur enga sál. Skyndikynni eru skömm. Ég er skömm. Þess vegna fer ég ekki í party, nema þegar fólk actually segir mér að koma, þá hlít ég að eiga pláss. Þessvegna segi ég, í partyum verð ég lítill í mér og það er aðstaða sem enginn ætti að koma sér í aftur og aftur.

I HATE MY LIFE... my god I'm so EMO!

The living life of my exiztence is living under the trees of glass, wrath is my hope for generousity from my living diary, alive.

Mér leyddist + sígaretta

Myndir

Ég fullt af myndum eftir mig. Örugglega yfir 3000 en ég nenni ekki að setja það allt inn í einu, því það er ekki allt flott. Ég valdi nokkrar af handahófi, þær eru ágætar sumar hverjar.
Ef einhver vill stærri útgáfu af einhverri mynd, látið mig vita. Ég set hana þá hingað inn.


Þessi mynd var tekin í Öxarfirði í bústað sem fjölskyldan hans Brynjars á. Þegar við komum þangað var þessi löngu dáinn. Hefur líklegast flogið á rúðu. Poor thing.


Brynjar


Bird of prey


Brynjar á Kárahnjúkum


Dabbi nálægt Kárahnjúkum. Að posa.


Austfirðirnir dáleiddu mig í þessa klukkutíma sem tók að keyra upp til Egilstaða frá Höfn. Himneskir firðir og satanísk þoka, nokkrir fuglar líka.


Dabbi er fæddur í að vera í asnalegum pósum. Hérna er ein.


Önnur. Hver fer út í á í Hallormsstaðarskógi á nærbuxunum með harðfisk í hendinni? DABBI!


Smá fiffuð eld mynd.


Þessar tvær, þessi hér og hin á undan, eru 2 myndir úr langri myndaseríu sem við strákarnir tókum. Allar myndirnar teknar í niðamyrkri við Lagarfljótið. Ljósopið var opið í svona 30 sek til mínutu á öllum myndunum.


Austfirðirnir eru geðveikir.


Svartifoss.


Himininn.


Foss og lítið hús.


Lada Sport. Ég tók margar myndir af þessari Lödu. Illa cool staðsetning fyrir ónýta Lödu. Ekkert nema sandur svo langt sem augað sá, nema þessi Lada. Geðveikt


Dabbi að missa sig í gleðinni nálægt vík.


Rétt hjá Kirkjubæjarklaustri. Geðveikur himinn.


Sama og fyrir ofan.


Typpið í sjónum frá svona arty RAX sjónarhorni.


TOOO MUCH COLOR

Verði ykkur að góðu...

Banana

Ég fýla banana. Alveg. Þeir eru svo sætir á bragðið og gefa manni svo mikið. Eina vesenið er bananahýðið. Það er sleipt, eins og sést í sumum teiknimyndum, mjög asnalegt í laginu og það verður fljótt svona brúnt og klesst.

Ef bananar kæmu án hýðisins og væru bara náttúrulega súkkulaðihúðaðir (kannski gott verkedni fyrir Kára Stef og vini hans hjá Íslenskri Erfðagreiningu) þá væri heimurinn fullkominn, fyrir utan Bush. Mmmmmmm, súkkulaðihúðaðaðir bananar. Mega.

Tips: Kaupið ykkur nýja diskinn með System of a Down. Geðveikur. Alveg mjög skemmtilegur og fullur af gagnrýni á USA.

Ég er búinn að vera að læra í kvöld fyrir frönskupróf, en eins og alltaf endar þetta í löngum Madden leik heima hjá Stifler, í BACHELOR-pleisinu.

Quote: "Því að ég hef fingur, sem vilja snerta..."
Birgitta Haukdal 2001

Þessi setning hefur haft mikil áhrif á mig. Þvílík snilld. Hún Birgitta hefur fingur, sem helst vilja snerta! Verst að ég tók ekki fram hvað. Þið megið fylla inní eyðuna sjálf.

Hmm, hvað má hún Birgitta Haukdal snerta sem ég á?

Ég ætla að hugsa málið.

Tryllimaðurinn Bergie kveður og er farinn að sofa!

mánudagur, nóvember 21

McDonalds


Ég skil alveg offitusjúklinga. Matur er fokking góður. Eat eat eat, hvað annað? Ég meina þú veist, þarna hamborgarar. Þeir eru góðir og eru vinir manns í 2-5 min. Þeir skilja sorgir þínar og vandræði. Leyfa þér að dreyma. En svo þegar síðasta bitanum er skolað niður með íííísköldu kóla er ekkert nema málið að fá sér annan, og kannski síðan annan. McDonalds er toppurinn í offituhamborgurum. They are small but tough. Mickey D's borgararnir láta enga vaða yfir sig. Þeir eru líka svo fallegir. Aldrei sloppy, eins og á Brautarstöðinni, og eru yfirfullir af bragði.

Næst á matseðlinum eru franskarnar. Þær eru ekkert spes. Ég væri frekar til í maísstöngul, eins og á KFC. Það er málið, hann Ási kvittar undir það.

Þegar myndin um McDonalds kom út var mikið lagt uppúr því að horfa á eina hliðina á málinu, eins og hann Michael Moore gerir alltaf snilldarlega. Ef fólk vill SUPERDUPER MEGA BURGER, má það alveg fá sér það. Ekki sé ég hvernig fólk á að fá skemmtun útúr þannig heimildarmynd. Allan tímann er gæjinn að keyra á milli McDonalds-veitingastaða og panta sér mat. Ef honum var boðið SUPER SIZE þurfti hann að segja já. Thumbs up. Lífið snýst ekki um svona heimsku. Lífið snýst um val. Ef þú vilt verða feitur, go ahead, fáðu þér SUPER SIZE. Heimurinn í dag vill endalaust frelsi og endalaust val, en þegar kemur að McDonalds eiga menn bara að geta keypt sér small, medium og large. Úúúú, maður þarf nú ekki að vera heimskur til að krakka þessi lög.

"I'll have 2 large BigMac meals, please!!"

Eigum við kannski að gera heimildarmynd um kvótalagningu á matarinnkaup á McDonalds. Bara ein STÓR máltíð á dag, og eins mikið fokking salat og þú vilt.

I'm LOVING it!!!

And on that bombshell... klára ég hamborgarann minn

Bergieman, feitur í sér...

sunnudagur, nóvember 20

Fótboltadagur með Stifler

Ég vaknaði í dag, um hálf 2. Alltaf gott að sofa út. Ég vissi að leikur United og Charlton byrjaði 3 svo ég lá og kúraði við Britney, koddakærustuna mína. Ég lá og hugsaði um daginn sem ég labbaði upp Everest. Þvílíkur dagur það var og góður sigur fyrir mannkynið. Ég hugsa oft um hann Paulo, aumingja maðurinn fraus í 6000 metrunum. Eina mínutuna var hann að múna okkur strákana; Mig, Stelias og Deivid. En allt kom fyrir ekki, hann náði buxunum aldrei upp aftur. Fraus með rassinn í -50°C kaldan vindinn. Rest in peace Paulo, we will remember you...

En eftir þessa skemmtilega og óskemmtilegu hugsun varð ég að fara af stað, Stiflerinn var að bíða á Klúbbnum. Þegar ég kom á áfangastað var útlitið ekki gott, Stiflerinn var búinn að finna frænda sinn og hann er víst Charlton-maður. Það þýddi það að Stiflerinn myndi líka vera Charlton maður í þessum leik, þótt að hann segist halda með United. Ég sætti mig þó við það að verða einn á móti tveim Charlton mönnum, en viti menn... mæta síðan ekki Kishishev og El Karkhouri til í slaginn. Nú var mér nóg boðið. Ég vippaði mér uppá borð tók út á mér typpið og meig yfir þá alla meðan þeir sátu og borðuðu hamborgara. Þeir hlógu bara af þessu og sögðu, "haha, Hilmir, klassískur Hilmir!"

Leikurinn fór 1-3 fyrir mínum mönnum, Manchester United Football Club formerly known as Newton Heath. Ruuuuuuuuud van Nistelrooy gerði tvennu og hann og Rooney áttu stórleik í seinna marki hins fyrr nefnda. Án ef eitt flottasta mark hans Ruud fyrir Manchester United Football Club formerly known as Newton Heath.

Hér er markið

Eftir það skellti ég mér í WorldClass í LA. Pumpaði með Gillz og fékk mér próteinbombu fyrir byssurnar. Wuurd on the street segir að byssuleyfið komi eftir helgi, get ekki beðið.

Þetta síðasta þarna var ekki satt, ég fór í Kringluna og keypti mér PES5 og fór síðan með Stifler til Hrannsa að horfa á annan fótboltaleik.

Nú er ég heima... enginn elskar mig

And on that bombshell... fer ég að sofa

PS!
Rakst á ansi skemmtilega síðu áðan... Celebrity Lookalike Agency --> Hér

Bergieman, ávallt viðbúinn...

föstudagur, nóvember 18

Upptökur

Jæja, þá er fyrsti viðurkenningar pósturinn kominn úr mér og ég lofa að þetta verður ekki sá síðasti. Mér lýst ekkert á fólk sem geymir allt inní sér og hleypir engu út. Ég er maður sem vill tala um vandræði sín. Verst að maður á ekki marga vini sem vilja tala um vandræði sín.



En annars er Bergieman bara að skrifa þennan póst á meðan Hilmir er niðri að taka upp hljómsveitin Who Knew þetta er hörkuband í sama flokki og The Killers, Modest Mouse og Lada Sport. Þess má geta að þeir fundu nafnið Who Knew á undan Jeff Who?

Bergieman samdi ljóð í gær.


Rasismi

Himnarnir voru við það að falla
Ljósið og myrkið kepptust um alla

Trúin á Guð kemur til með að kalla

á þá sem eru með skalla.



Fokkit...

Ég er farinn niður að hjálpa Ása að taka upp.

Peace.

And on that bombshell... dríf ég mig niður!
Bergieman, ekki bara maður...


Ég er Alkahólismi

Öll tæknin í heiminum, öll trúarbrögðin og öll væmnu ástarsamböndin geta ekki stoppað mig. Ég kem mínu fram og fæ það sem ég vil. Jafnvel þótt það þýði að ég verði að eyðileggja fjölskyldur, ástarsambönd og vináttu.

Ég, Hilmir Berg Ragnarsson, hef þurft að lifa við Alkóhólisma í mörg ár og hefur það haft mikil áhrif á sálina. Allir þeir sem átt í sambandi við mig síðustu ár vita þetta örugglega ekki og vil ég hér með viðurkenna það að ég hef verið í meðvirkur í mörg ár.

Frá og með deginum í gær, er það úr sögunni.

Kv. Hilmir

Vangaveltur

Vangi. Hvað er vangi. Ég sé fyrir mér vanga, þú veist hvað það er. En málið er bara þetta orð, VANGAVELTUR. Er maður að velta vöngum þegar maður vangaveltir og skrifar niður vangaveltur? Ef ég skrifa um þessar vangaveltur, náttúrlega veltandi vöngum á meðan, er ég þá með vangaveltandi vangaveltur? Það er hægt að velta vöngum yfir því....

Ég skemmti mér kongunglega í kvöld. Fór á leikritið um Sölku Völku sem er gaman því kötturinn minn heitir Salka Valka. Um leið og ljósin dofnuðu leið mér eins og eitthvað vantaði og það var hún Salka mín. Ég elska hana... mússí!

Allaveganna stóð góður leikur upp í þessu leikverki. Ég skildi mest allt, en samt ekki allt. Váá...

Ég á að vera farinn að sofa. Góða nótt kæru lesendur, ég held að 2 viti um þennan blogg.

Eftir 10 daga verð ég frægur!

And on that bombshell, kveð ég að sinni...

Bergieman, da bomb!

Ég er þáttasjúklingur

Top 6 bestu þættir sem eru í gangi núna...

1. Lost
2. Prison Break
3. House
4. Family Guy
5. South Park
6. One Tree Hill (þau eru svo sæt)

Rétt?

fimmtudagur, nóvember 17

Viðrini í eldhúsinu

Ég sá viðrini í eldhúsinu. Það var grænt, en allt er í lagi núna. Þetta er bara einn af þessum dögum. Þessir dagar sem virðast ætla að vera endalausir. Maður vaknar, en samt ekki alveg, gengur í gegnum daginn eins og draugur. Manni finnst maður labba í kvikmynd. Eins og að setja sig í spor aðalhetjunnar í dramatískri háskólamynd. Stebbi Stifler. Minnir mig á það... ég sá American Pie 4 un daginn....................... vááááááááá, hún er æðislega leiðinleg. Myndin er um bróðir Stiflers. EKKI EINU SINNI STIFLER SJÁLFUR.

Ég var líka að horfa á fyrstu tvo þættina í nýrri seríu af spennuþáttum í Bandaríkjunum. Sá þáttir heitir Threshold og er svona léleg splæsing af X-Files og 24. Aðal vondikallinn í fyrstu þáttunum heitir Gunnarsson, Gunnersen eins og þeir segja það. Lummó!

Ég mæli með að allir hlusti á Dead Soul Men-plötuna með Freak Kitchen. Snillingar þar á ferð, sérstaklega gítar/söngvarinn. Vel poppaður metall með fáranlega fyndnum textum. Hér kemur einn,

10. Supermodel Baby

Them calories just gotta go
Stopped eating a year ago
I'm so thin you will not spot me sideways

I wanna be a supermodel
I wanna look like I'm dead
I wanna be somebody's product
I'm beautiful and give good head

Working on a trendy pose
Cover the pimples on my nose
Saving up to fix the cheek-bones in my face

I wanna be a supermodel
I wanna look like I'm dead
I wanna be somebody's product
I'm beautiful and give good head

Striving for that Third World Look
Skinny is trendy (with a matching doek)
Gee, I'm looking forward to United Colors of Benetton's Kosovo Collection

My mom and dad think I am ready
They say I'm God's gift to men
I'll throw a super model party
Tomorrow morning I'll be ten

On that bombshell... verð ég að kveðja, farinn á Subway með Lilla og Pops. Leikhús í kvöld með Binna.

I'm so arty!

Bergieman kveður dauðann



Ég hef ákveðið að taka til starfa. Láta finna fyrir mér. Detta í pakkann, eins og sumir myndu segja. Bergieman er tilbúinn og genginn til starfa.

Ég vil byrja nýtt líf á því að þakka öllum sem ég elska fyrir það eitt að vera til, án ykkar væri ég ekki svona frábær.

Í dag fór ég í búð. Keypti mér tvær pepsi í gleri og FigRolls og hugsaði með mér, "hvað ef maðurinn sem fann upp á vélinni, sem kemur þessu gómsæta sultudóti inní kexið, er hommi? Er þá rangt að vilja borða þetta kex?" Hmmm....

Ég pældi lengi í þessu og beið með að opna pakkann.

Ég loks komst að niðurstöðu. Sá sem stjórnar vélinni ræður hvort kexið er samkynhneigt eður ei. Ekki það að það sé eitthvað rangt við samkynhneigðar kexkökur, þvert á móti. Ég tel það sjálfsagt að selja samkynhneigðar kexkökur, you go girl. Allaveganna, ég ákvað að senda þeim hjá Jacob's email um þessar hugleiðingar mínar. Kannski að ég geti fengið lista hjá þeim yfir samkynhneigða eða hugsanlega samkynhneigða starfmenn hjá fyrirtækinu.

Þeir hjá Jacob's voru mjög samvinnuþýðir og sögðu, svo ég quote-i rétt í emailið, "very conserned about your mental state." Helvíti er ég sáttur við þá. En já, hann Taylor Roberts yfirmaður almannatengsla hafði samband við mig og sendi mér meira að segja mynd af sér í emailinu. Almennilegur chap sá!

Þeir vildu meina að 10 af 250 starfsmönnum sínum væru samkynhneigðir. Það þýðir að 2.5% af öllum Jacob's figrolls kexkökum eru samkynhneigðar. Það þýðir að ég borðaði að minnsta kosti tvær samkynhneigðar FigRolls kexkökur áðan og ég sko bara segja ykkur það að ég fann mun á nokkrum kexkökum áðan. I really did, ég held meira að segja að 2-3 kexkökur hafi verið betri en allar hinar.

And on that bombshell, er ég farinn...

Bergieman, the slickest chap in town.