þriðjudagur, desember 6

Ég er prump

Frá og með deginum í dag er ég prump. Ég er ógeðslegt prump. Allaveganna líður mér þannig. Ég er búinn að vera með einhverja ógeðslega eitlabólgu og hún er búinn að draga allan kraft úr mér með þessari Pensilín þörf sinni. Þetta er líka alveg mjög góður tími til að veikjast svona illa. Því næst síðustu próf í Menntaskólasögu minni voru að byrja í dag og ég gat ekki mætt. Ég er kominn með leið á því að vera lystarlaus, fullur af verkjalyfjum og sýklalyfjum, aleinn heima að reyna að meika að komast yfir allt þetta sem ég missti út bara á nokkrum dögum. Ég hata þegar maður lýtur út fyrir að vera í lagi, þannig er ég. Ef maður þarf að sanna fyrir fólki að manni líði illa, hefur maður gert eitthvað slæmt til að vera ekki traustsins verður.

Prfftff!

Prump!

Engin ummæli: