laugardagur, desember 17

Recover

Væri það ekki yndislegt ef maður væri með svona recovery task button í hausnum á sér. Spólað til baka um svona 2 vikur og skolað út öllu sem inní líkaman hefur komið?

Ég hef nefnilega verið með Kossasótt síðustu vikur, kossasótt. Sumir kalla þetta Einkirningasótt eða Epstein-Barr vírus. En ég kalla þetta helvíti. Þessi vírus fer nefnilega illa með sumt fólk, sumir sleppa vel, en ekki ég. Kossasótt er líka helvíti ljótt nafn því ég hef engan kysst síðustu mánuði. Ég gerði mér auvðitað ekki grein fyrir kynlífsleysi mínu fyrr en ég pældi í nafninu á sjúkdómnum og það gerði illt verra.

Ef að líkaminn gæti bara restartað sér, þá væri ég í supermálum. Ég missti af öllum prófunum og núna í dag er ég rétt svo að ná mér, en þó svimar mig og ég er með dúndrandi hausverk allan daginn.

Síðan sá ég líka auglýsingu í blaðinu fyrir tölvulistann. Ég er alltaf spenntur þegar þeir koma með tilboð en akkurat núna var mér ofboðið. Efst á auglýsingabæklingnum var auglýsing fyrir vírusvörn og vírushreinsanir. Þar stóð með stórum stöfum, ÞÚ VILT EKKI FÁ VÍRUS SVONA RÉTT FYRIR JÓL!!!

Fokkheads.!.!.!.! Eins og Mayarnir sögðu 3000 fyrir krist: May they all go to hell and back with an austrian dildo up their asses.

En
gleðifréttirnar eru að ég er að lagast.

Súper.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nú samt æðislegt að þér er að batna.

Nafnlaus sagði...

Ertu hættur Bergie??

Nafnlaus sagði...

ekki hætta. það eru fleiri að fylgjast með en þú heldur.....