þriðjudagur, október 24

Fullkomið

Hérna er smásagan,
Vísbending um Guð.

"Þetta er fullkomið," segir maðurinn og glottir í fallegri von. Í hans þversagnakenndu tilvist lifir trú um fullkomnun. Hann trúir því að eitthvað svo fallegt, svo yndislegt, gæti ekki verið fullkomnara á neinn hátt. Ofurtrú og traust náungans er hans lifibrauð í dag og verður það á morgun. Ekkert virðist skýra línurnar betur, fyrir honum, um tilgang okkar hér á jörð en þessi fegurð.

"Ég trúi á þig, ég trúi að ég elski þig, Guð."
Rödd þessi heyrist og glymur um hauskúpur í hvítum einturna samkomuhúsum, fullum af lömbum. Lömb þessi fóru þá heilögu leið að taka sér Guð og hans son sem leiðarljós lífs síns. Lífið er eftir þeirra orðum. Þeirra orð er lífið. Ef ég er sá eini sem telur það heimskulegt að taka heimspeki úr gamalli bók og lifa eftir henni, er ég einn um eitt til viðbótar. Einn í lífinu.
Biblían ætti að hafa fyrirvara á upphafsíðum sínum, fyrirvara um skáldskap.
Reiðin rís eins og fjallgarður úr sandlausri strönd.
"...meikar eitthvað sens?"

Stór karlmaður í gulu veiðivesti, sem lyktar af fiski, spyr mig; "Hvað er þá Guð fyrir þér?" Ég velti fyrir mér lyktinni, opna gluggann og svara; "Guð fyrir mér er eins og apinn BóBó.
Hann sat í sínu búri alla sína ævi, sagði alltaf það sama og gaf sömu gjafirnar."
Með þessu meinti undirskrifaður ekkert illt enda á Apinn BóBó stóran hluta í hjarta flestra nýfullorðna og unglinga. Apinn BóBó er klisja, eins og orðið Guð.
Veiðivestið hreyfðist og eigandinn með; "Hverskonar vitleysa er að vella uppúr þér? Varstu alinn upp af heiðnum úlfum í útlegð? Hvað hefur komið yfir þig?"

Um leið og fiskifýlan sleppti af sér síðasta orðinu, labbaði ég út. Sæll og glaður.

-----------------------------------------

Þetta var nú aldeilis gaman.

Ég bið bara heilsa og vil þakka öllum mínum vinum sem mættu á Jezebel á Laugardaginn, gaman að sjá að fólk hefur áhuga á tónlistinni minni. Nú er bara að mæta á tónleikana á Miðvikudaginn. Þá er Perla að spila á Dillon.

Sjáumst.

Engin ummæli: