miðvikudagur, október 25

Fílar

Ég dottaði í augnablik fyrir stuttu síðan, í kringum 12 leitið. Rétt áður en ég fór í hádegismat. Í þessu daglega dotti byrjaði hausinn á mér að hugsa, mig fór að dreyma. Dagdraumar í einfaldleika sínum krydda mitt líf, og vonandi þitt.

Í þessum dagdraumi var ég labbandi niður Ármúlann, þar sem ég vinn, og er á leiðinni á Brautarstöðina í matarhlé. Ekkert skrítið við það, fyrir utan það að ég borða þar bara helst ekki. Það skrítnasta var að ég var með FÍL í bandi og var svona að skipa honum að drífa sig, "Hættu þessu slóri!" og togaði í bandið. Fíllinn vældi eitthvað og hljóp af stað með mér. Þegar inn á Brautarstöðina var komið, settist fíllinn við borð og ég fór og pantaði tvö hamborgaratilboð, "...tómatsósu með mínum frönskum en kokteil fyrir fílinn."

Eftir vondann hamborgara reið ég fílnum inní sólarlagið.


Ég skyndilega opna augun, þó þreyttur sé, því prentarinn sem ég vinn með pípti. PÍÍÍÍP!


Hugleiðing


  1. Afhverju fíll?

  2. Til hvers fíll?

  3. Eru fílar með eyru?

  4. Er stofn fíla í heiminum í góðu ástandi?

  5. Er það dúmbó og öðrum teiknimyndafílum að þakka?

  6. Er orðið fíll dregið af fífl? Eða öfugt?

Svörin við þessum spurningum eru eftirfarandi.



  1. Fílar (Elephantidae), í sakleysi sínu, eru mögnuð dýr. Þau eru tignarleg, gáfuð og láta ekki vaða yfir sig. Fíllinn telst í þrjár tegundir innan ættkvíslar sinnar, en áður voru 15 eða fleirri tegundir fíla ráfandi um jörðina. Þessar þrjár tegundir eru; Afríski Runnafíllinn, Afríski Skógarfílinn og Asíski Fíllinn. Ástæðan fyrir því að mig dreymdi fíl er líklega vegna þess að í draumaráðningum er talað um fíla sem styrkleika, gáfur og kraft. Og það breytist allt þegar ég settist á hann og reið honum, því að ríða fíl þýðir einfaldlega að maður sé í algerri sjálfsstjórn.

  2. Fílar eru ekki notaðir í neinn annan tilgang en til flutninga, svo ég viti til.

  3. Já. Fílar eru með eyru. Ég fýla það að fílar séu að fýla að vera með eyru. Ég fýla fýluna sem kemur af fílum þegar þeir fýla að vera í fýlunni sem kemur af eyrunum sem þeir fýla.

  4. Því miður er fílinn í mikilli útrýmingarhættu vegna iðnaðar og annarskonar hættu. Fíla kúkur er mjög vinsæll terímítamatur og hafa fílar þess vegna verið drepnir sífellt meira vegna þess.

  5. Dúmbó er án djók tilgangslaust dýr, drepum hann.

  6. Nei.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er svakalegt...gott gigg....áðan!

Nafnlaus sagði...

ativan pills ativan long term use - ativan withdrawal long