þriðjudagur, október 17

Heimurinn

Heimurinn úr geiminum
Ætli það sé hægt að troða heiminum
í litla glerkúlu, sitjand'í geiminum
Hrista allt það vonda og ljóta út
eða fela það í afagömlum snítiklút.

Stundum langar mig að taka heiminn og troða honum í litla glerkúlu. Stærðin skiptir ekki máli en ég þyrfti að geta haldið á henni. Ég myndi hrista kúluna, heiminn, í trú um það að um leið og ég drægi heiminn aftur í rétta stærð, útur kúlunni, myndi hann lýta öðruvísi út og ýmsir hlutir væru öðruvísi. Hvaða hlutir spyrja menn? Ég er að tala um svona hluti og aðstæður sem fá mann til að segja við sjálfan sig og aðra, "svona er þetta bara!" Það er svo andskoti rangt í sumum tilfellum.

Mig langar í ýmislegt en það eins og sumt annað er bara hugsun og fer ekki lengra.

Engin ummæli: