miðvikudagur, október 18

Vandamál eða verkefni?

Vandamál?

Ef að enginn fiskur er spendýr á meðan sum spendýr lifa í sjónum, fylgir það náttúrulega eftir að sum dýr sem lifa í sjónum eru ekki fiskar. Ef að allir fiskar í sjónum deyja og skilja eftir spendýrin, verða spendýr þá fiskar? Eða deyr nafnið, hugmyndin og heimspekin með dýrinu?

Ef ég finn til með einhverjum sem finnur til. Finnur þá finnur til?

Þetta er eitthvað til að hugsa um með kaffinu.

Smá um mig

Nóg um það og meira um mig. Ég er búinn að vera í hálfgerðu rugli undanfarið, var að byrja í nýrri vinnu, er að fara að spila á stóóórum tónleikum og mér líður hálf undarlega. Vinnan krefst þess af manni að maður sýni henni 100% athygli. Ég er að taka yfir heila deild í þessu fyrirtæki, skrifstofan mín er 150 fm :)

Jezebel er síðan að spila á Airwaves Laugardaginn 21. okt klukkan 8. Allir að mæta, s.s. ef þeir tíma því. Þeir sem tíma því ekki eru nískupúkar og aumingjar, skv. kenningum Karl Marx.

Ég held að eina lausnin fyrir mig sé að skipuleggja tíman minn svo vel að klósettferðir verði fyrirfram ákveðnar. Það eða að ég fái mér kærustu, þær eru á afslætti þessa dagana og ég ætti eiginlega að næla mér í eina. Vandamálið er í mestafalli miðlungs, hár rekstrarkostnaður og þessu fylgir náttúrulega ábyrgð og mikil athylgi (sérstaklega á kvöldin.) Spurning hvort það sé málið? Látið mig vita ef þið þekkið einhverjar fegurðardísir sem fýla myndarlega menn.

Bipolar Disorder er ekki vandamál, heldur verkefni.

Hvalveiðar

Íslendingar eru víst byrjaðir að veiða hvali hægri, vinstri. Ég fýla það að menn hér taki bara ákvörðun og láti sig ekki varða um heimsálit. BBC fjallar um þetta mál, http://news.bbc.co.uk/2/hi/science/nature/6059564.stm. Ég borðaði einmitt hrefnukjöt um daginn og það var bara æði.

Hetja, Hilmir

Dang it, http://barnaland.is/barn/13933/
Þessi nafni minn á erfitt. Sendum honum góða strauma.

Ég var að tjekka á nafninu mínu á google, og rakst á heimasíðuna hjá þessari litlu hetju.
Rakst líka á þetta :
Skv. þessu riti yfir fjölda þeirra sem skírðir voru Hilmir, eftir árum, er ég sá eini árið 1986. Ekki skrítið, því ég er sérstakur að öllu leiti. En svo þegar við skoðum þetta rit sjáum við að 13 dagurinn í mánuðinum, ég er fæddur 13, er vinsælastur. Enda er fólk að skíra börnin sín í höfuðið á mér í gríð og erg. Ég þyki víst góð fyrirmynd, kynþokkafullur en um leið ólgandi hafstraumur af visku og mikilvægi.

Gaman.

Þeir sem vilja vita merkinguna á bakvið nafnið mitt lesa eftirfarandi.

  • Nafn þetta er skylt færeyska orðinu "hilmir" sem merkir höfðingi og íslenska orðinu "hjálmur" og þýðir nafnið sá sem ber hjálm. (mannanofn.com)
  • Hilmir þýðir þ.a.l. konungur því það var maðurinn sem bar hjálminn.
  • Hilmir er skrítið nafn og leikur vel við tungu, sérstaklega í kynlífi. Það er nefnilega hægt að anda nafninu mínu.
  • Það er gert með því að hvísla nafnið mitt og anda út á sama tíma.
  • Þriðja Lord of the Rings myndin heitir 'Hilmir snýr heim' eða 'Return of the King'

N

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég verð nú að hrósa þér fyrir góða bloggfærslu ekki oft sem maður hlær á bloggsíðum en það gerði ég nú.
P.S. Ef þú ert í tímaþröng, hættu þá að blogga. Þetta kallast frí lögfræði ráðgjöf.