föstudagur, október 20

Geimsteinar

Orð

Sum orð eru merkilegri en önnur.
Sum orð eru merkilegri en
heimsins dýrmætustu
geimsteinar.
Sum orð eru falin í draumi,
og finnast ei von bráðar.

Von er ekkert
nema fjarlægur draumur.
Fjarlægur, vakandi,
draumur.
Á lífi.

Hvað ef við erum,
vonandi á lífi,
í annars manns draumi.
Því þeir sem dreyma,
vakandi á daginn,
hafa vitund um orðin
sem breyta,
öllu.

Þetta var smá ljóðabútur handa ykkur. Mér finnst stundum kjánalegt hvað ég pæli mikið, og hvað ég get verið listrænn. Ég er þó ekki að þykjast vera það sem ég er ekki, það er ekki sexy.

Sexy, a.k.a. kynþokki, er eitthvað sem ekki allir hafa og ef maður pælir í því þá er kynþokki eitthvað það merkilegasta sem gerist í sambandi manneskja. Nú verð ég að tala um þetta í víðara samhengi, svo samkynhneigðir taki því ekki illa. En ef manneskja virkar sexy á aðra manneskju er voðinn vís, því eftir allt erum við mennirnir veiðimenn. Veiðimenn vilja fá það sem þeir girnast strax og helst í gær. Þegar veiðimenn hafa lokið sér af með bráðinni er, nánast undantekningarlaust, bráðin skilin eftir og athyglin komin á næstu bráð.
Kvenmenn aftur á móti eru safnarar og vilja eigna sér allt sem þær sjá. Kvenmenn leita sér af karlmönnum eins og þær leita sér af fötum. Og hvað skiptir mestu máli í fatakaupum.
  1. Fegurð (Módelstrákar með Zoolander-bros)
  2. Tíska (Töffarar)
  3. Þægindi (Persónuleiki)
  4. Ending (Í öllu sem það á við; þolinmæði, sambönd, kynlíf)
  5. Verð (skiptir eiginlega engu í flestum tilfellum)

(ath. þetta er ekki endanlegt og á ekki um alla kvenmenn)

Þannig að ef ég er flík, þá er ég Kraftgalli. Því ekki er ég undirfatamódel, ekki þyki ég vera þessi eitursvalui gaur, ég er þægilegur í kulda og ég endist að eilífu. :) Kraftgallinn Hilmir. Vinur okkar hann Drab Tipp, nei ég meina Brad Pitt er eins og pallíettukjóll frá 1977.

Munurinn á kvenmönnum og karlmönnum sambandi við kynlíf er að kvenmenn þurfa að vita afhverju, þær þurfa ástæðu, en karlmenn þurfa bara stað og tíma.

En hvers vegna er kynþokkinn svona yfir aðrar hneigðir hafinn? Ég held að það sé einfaldlega vegna nánar tengingar við kynlíf og því sem því fylgir. Tilhugsunin um kynlíf, tilhlökkunin og óstjórnlega greddan er eitthvað sem allar vel virkar kynverur þekkja. Þess vegna eru kvenmenn í lykilstöðu, ef þær hafa kynþokka. Kynþokkafullir kvenmenn geta gert allt, ef þær yfirhöfuð nýta sér þessa guðsgjöf. Þetta er svona eins og að þekkja Davíð Oddsson fyrir karla.

Ég er á þeirri skoðun að 3 hlutir hafi, kynþokkalega séð, mestu áhrifin á mig við kvenmenn.

  1. Sjálfstraust
  2. Persóna
  3. Fegurð

Núna veit ég hvernig konuninni í Sex and the city leið. Það er kjánalegt að skrifa svona hugleiðingar.

Ég vil bara enda á að egja ykkur eitt.

LÍFIÐ ER KYNSJÚKDÓMUR. :D

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

HAHAHA snilldarlesning...get ekki annað sagt. Mjög sexy :)