föstudagur, október 20

Ég sé sjálfan mig

Hafið þið lent í því að sjá ykkur sjálf í annari manneskju? Það hef ég, og það er ótrúlega skrítin tilfinning. Eins og að horfa á dramatískt slow-motion atriði úr Baywatch aftur og aftur.

Er ég á radar?
Bíp
Hvar á ég að leita?
Bíp
Minn radar hefur eina gráðu.
Bíp
Sú gráða er hjá þér.
Bíp
Hljóðið er hjá þér
Bíp

Stundum líður mér eins og ég sé radar, flugvélaradarmælir. Hvað sem ég geri finnst mér það allt vera eins og leit. Þetta er eins konar blind leit, ég er með lokuð augun. Ég stend fastur á sama stað með lokuð augun og gef frá mér hljóðlaust bíp og bíð eftir svari, en sem komið er hef ég ekki fengið mikið af svörum. Kannski er ég bara of kröfuharður á eigin drauma, ég get ekki búist við því að allt rætist.

Það sem fékk ekki nafn

Kaldur vetravindur blæs
á mig, með þig.
Hvernig eiginlega er það
má það, kann ég það.
Það ræsist upp hvelfing
af frosnum blómum,
og veturinn kallar á þig.

Það sem fýkur í vindinum
kalt og brothætt
blátt, hvítt og grátt.
Eins og þú er það
hreinlega það
sem fékk ekki nafn,
og fær ekki nafn.

Óskið mér góðrar göngu, ég þarfnast hennar...

Engin ummæli: